Brexit í brennidepli

FA fylgdist vel með þeim breytingum sem urðu í milliríkjaviðskiptum vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og þar með Evrópska efnahagssvæðinu. Félagið lagði sig fram um að veita félagsmönnum í viðskiptum við Bretland ráðgjöf og miðla upplýsingum um breytingar sem urðu um áramótin, þegar aðlögunartímabili vegna útgöngunnar lauk.

Ósennilegt að tollmúrar rísi gagnvart Bretlandi

Ósennilegt er að tollmúrar rísi gagnvart Bretlandi um áramótin, þegar aðlögunartímabilinu eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og þar með Evrópska efnahagssvæðinu lýkur. FA hefur fengið fyrirspurnir frá félagsmönnum sem eiga ýmist í inn- eða útflutningsviðskiptum við Bretland um hvort hætta sé á að almennir tollar verði teknir upp um áramótin í viðskiptum ríkjanna ef ekki hefur tekist að ljúka fríverslunarviðræðum EFTA-EES-ríkjanna við Bretland …

Breytingar í viðskiptum við Bretland um áramót

Ýmsar breytingar verða í viðskiptum við Bretland um áramótin, þegar aðlögunartíma lýkur vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og þar með Evrópska efnahagssvæðinu. Við vekjum athygli á gátlista utanríkisráðuneytisins um það hvað breytist við Brexit og hvað verður óbreytt.

 

Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Fagkaupa

Hildur Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Satúrnusar og Ömmu músar

Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar

Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Leiðtogaþjálfunar / Dale Carnegie