Reglusetningargleðin

Framkvæmdastjóri FA skrifar í áramótablað Viðskiptablaðsins um mislukkaða stefnu um einföldun regluverks atvinnulífsins og hvað þarf að gera til að slík stefna virki.

FA telur fyrirtæki eiga inni hjá bönkunum vegna gengislánadóma

Nýlegir dómar Hæstaréttar þýða að mati Félags atvinnurekenda að mörg fyrirtæki eiga von á verulegum endurgreiðslum frá lánveitendum sínum. Stöð 2 fjallaði um málið.

Óþægilega þægilegt

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið um þá skattahækkun, sem felst í hækkun fasteignamats á atvinnuhúsnæði og viðbragðaleysi sveitarfélaganna.

FA eggjar nýja stjórn til að uppfylla skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum

FA segir að treysta verði því að ný ríkisstjórn uppfylli skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum. Eftirlitsstofnun EFTA hefur vísað banni við innflutningi á fersku kjöti og eggjum, svo og vörum úr ógerilsneyddri mjólk, til EFTA-dómstólsins.

Framlög til lyfjamála vanáætluð í fjárlagafrumvarpi

Framlög til lyfjamála eru verulega vanáætluð í fjárlagafrumvarpinu. Afleiðingin verður væntanlega sú að rétt eins og í ár verður fé til kaupa á lyfjum fyrir sjúklinga uppurið á haustmánuðum. FA, Frumtök og SVÞ benda fjárlaganefnd á þetta.

Vill FA „flytja allt inn“?

Framkvæmdastjóri FA svarar rangfærslum um stefnu félagsins í grein í Morgunblaðinu.

FA hvetur þingið til að festa í sessi tvískiptingu gjalddaga aðflutningsgjalda

Ríkistollstjóri hefur tilkynnt að bráðabirgðalagaákvæði um tvískiptingu gjalddaga aðflutningsgjalda í tolli falli niður um áramótin. FA hefur hins vegar hvatt Alþingi til að gera nú varanlegt þetta lagaákvæði, sem hefur verið endurnýjað margoft til skamms tíma í senn á undanförnum árum.

Áfengisgjöld hækkuð langt umfram vísitölu

Áfengisgjöld hafa verið hækkuð langt umfram almenna verðþróun í landinu frá hruni. Árið 2007 var pólitísk samstaða um að lækka þyrfti álögur á áfengi.

Eru engin takmörk fyrir skattlagningu á áfengi?

Enn stefna stjórnvöld að því að hækka einhver hæstu áfengisgjöld í heimi. Dæmi eru um að ríkið taki til sín 94% af verði áfengisflösku eftir hækkun. Hvar liggja mörk skattlagningar á áfengi?

Þróun tryggingagjaldsins vonbrigði

Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að halda tryggingagjaldi óbreyttu. Það eru mikil vonbrigði fyrir atvinnulífið, segir FA.