Félagsfundur 5. september: Ástand og horfur í efnahagsmálum

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, er frummælandi á fyrsta félagsfundi FA í haust, sem ber yfirskriftina „Ástand og horfur í efnahagsmálum“.

Dýralæknar þurfi ekki að stimpla heilbrigðisvottorð frá EES-ríkjum

Engin þörf er á að dýralæknar stimpli heilbrigðisvottorð með innfluttri búvöru, sem gefin eru út af kollegum þeirra í öðrum EES-ríkjum, segir FA í umsögn um frumvarpsdrög um Matvælastofnun og matvælaeftirlit.

FA skorar á sveitarfélög að lækka fasteignagjöld fyrirtækja

Félag atvinnurekenda hefur ítrekað bréflega áskorun sína til sveitarfélaga, að þau lækki álagningarprósentu fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði til að mæta gífurlegum hækkunum fasteignamats.

„Staðreyndir“ Sigurðar Inga

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Fréttablaðið og leiðréttir formann Framsóknarflokksins, sem heldur því fram að tollar hafi ekki lengur áhrif á matarverð á Íslandi.

Hætta á að til verði einkavæddur Póstur með ósanngjarnt samkeppnisforskot

FA telur að mörgum spurningum sé ósvarað af hálfu samgönguráðuneytisins áður en hægt sé að leggja frumvarp um breytingar á póstmarkaði fyrir Alþingi.

Costco-áhrifin

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið um komu Costco á markaðinn. Verslunin eigi að fagna henni sem drifkrafti breytinga, en um leið megi afstaða stjórnvalda ekki standa í vegi fyrir breytingum.

Tollalækkanir efla samkeppni

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, bendir á það í Morgunblaðinu í dag að lækkun tolla og vörugjalda undanfarin ár hafi eflt samkeppni á innanlandsmarkaði. Ekki þurfi að koma á óvart að koma Costco á markaðinn hafi stuðlað að því að heildsalar næðu betri samningum við erlenda birgja.