Ekkert bólar á „tafarlausum aðgerðum“ eftir 18 mánuði

Innanríkisráðuneytið hefur ekki brugðist við tilmælum Samkeppniseftirlitsins frá því í október 2015 um að grípa til „tafarlausra aðgerða“ til að draga úr samkeppnishindrunum við úthlutun afgreiðslutíma til flugfélaga á Keflavíkurflugvelli.

Eftirlitsnefnd með samkeppnisháttum Íslandspósts enn ekki skipuð

Tíu vikum eftir að sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts var kunngjörð, hefur eftirlitsnefndin, sem á að fylgjast með því að ríkisfyrirtækið fari að skilmálum sáttarinnar, enn ekki verið skipuð. Félag atvinnurekenda hvetur til þess að bætt verði úr því hið fyrsta.

FA á sjávarútvegssýningunni í Brussel

Félag atvinnurekenda tekur þátt í alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Brussel eins og undanfarin ár. Þrjú aðildarfyrirtæki FA sýna vörur sínar í bás félagsins og þrjú til viðbótar eru með eigin bás.

ÍKV tekur á móti viðskiptasendinefndum frá Foshan

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið tók í morgun á móti fyrstu viðskiptasendinefndinni af þremur frá Foshan-borg, sem heimsækja Ísland í vor og sumar.

Strangari kröfur um merkingar hækka verð á hreinsiefnum

Nýjar Evrópureglur um merkingar á efnavörum taka gildi í byrjun júní. Ýmis vægari hreinsiefni þarf nú að merkja á íslensku, t.d. efni sem notuð eru við þrif á heimilum. Kostnaður vegna merkinganna getur hækkað verð þessara vara umtalsvert og hefur FA gagnrýnt að stjórnvöld nýti ekki svigrúm í Evrópureglunum til að fara ódýrari leið.

Kostnaður við jafnlaunavottun hleypur á milljónum

Varaformaður FA segir að hægt væri að búa til fleiri hjálpargögn til að einfalda minni fyrirtækjum að fá lögbundna jafnlaunavottun.

Ný persónuverndarlöggjöf hefur áhrif á fyrirtæki

Ný reglugerð Evrópusambandsins nr. 2016/679 um vernd einstaklinga við vinnslu persónuupplýsinga og frjálst flæði slíkra upplýsinga tekur gildi þann 25. maí 2018 en hún hefur í för með sér umtalsverð áhrif á íslensk fyrirtæki.

Hver eftirlitsheimsókn kostar 1,2 milljónir

Bananar ehf. greiða um 1,2 milljónir króna fyrir hverja sýnatökuheimsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Eftirlitið hefur áformað að heimsækja fyrirtækið 20-25 sinnum á ári.

Ráðherra tekur efni eftirlitsgjaldaskýrslunnar til sín

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra þakkaði FA fyrir skýrslu félagsins um eftirlitsgjöld og sagðist myndu beita sér fyrir því í fjármálaráðuneytinu að unnið yrði eftir þeim tillögum sem þar koma fram.

Víða pottur brotinn í eftirlitsgjöldum ríkisins

Gjöld sem lögð eru á atvinnulífið vegna opinbers eftirlits nema hundruðum. Samkvæmt nýrri skýrslu Félags atvinnurekenda er víða pottur brotinn við álagningu og innheimtu eftirlitsgjalda.