Stuðningur við ESB-viðræður snarminnkar

Aðildarfyrirtækjum FA, sem telja að halda hefði átt áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið, snarfækkar á milli ára samkvæmt niðurstöðum árlegrar könnunar á meðal félagsmanna. Þá hefur stuðningur við ESB-aðild Íslands minnkað verulega.

FA fær aðild að „þjóðarsamtalinu“ um búvörusamninga

Nýr landbúnaðarráðherra hefur orðið við óskum Félags atvinnurekenda um að félagið fengi aðild að því „þjóðarsamtali“ um landbúnaðinn sem boðað var til með stofnun starfshóps um endurskoðun búvörusamninga.

Áskorendurnir – fyrirtækin sem hristu upp í markaðnum – opinn fundur 2. febrúar

FA efnir til opins fundar á undan aðalfundi félagsins 2. febrúar næstkomandi. Yfirskriftin er Áskorendurnir – fyrirtækin sem hristu upp í markaðnum.

Afnám snakktollsins skilar sér til neytenda

Afnám tolls á innflutt kartöflusnakk, sem tók gildi um áramótin, hefur nú þegar stuðlað að verulegri lækkun á verði ýmissa snakktegunda í verslunum.

Alvöru samkeppni

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið um nýja ríkisstjórn og tollasamninginn við ESB.

Könnun FA: 84% ánægð með starf félagsins

Þorri félagsmanna í Félagi atvinnurekenda er ánægður með starf félagsins, samkvæmt niðurstöðum árlegrar könnunar meðal félagsmanna. Samanlagt segjast 84% ánægð með starf félagsins í heild, samanborið við 76% í fyrra.

Ári hanans fagnað 3. febrúar

Í tilefni af kínversku áramótunum munu Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og Kínversk-íslenska menningarfélagið fagna ári hanans föstudaginn 3. febrúar.

Ríkinu stefnt á ný vegna útboðsgjalds

Nokkur innflutningsfyrirtæki hafa stefnt eða ákveðið að stefna ríkinu og krafist endurgreiðslu útboðsgjalds sem innheimt hefur verið vegna úthlutunar tollkvóta fyrir búvörur. Fyrstu málin voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir hönd Innness og Sælkeradreifingar. Samanlagt nema kröfur fyrirtækjanna hundruðum milljóna króna.

Ekkert samráð var haft við innflytjendur eða neytendur um breytt útboðsfyrirkomulag

Af bréfi atvinnuvegaráðuneytisins til FA má ráða að ekkert samráð var haft við fulltrúa innflytjenda eða neytenda áður en ákveðið var að breyta fyrirkomulagi útboða á tollkvóta á búvörum, sem þegar hefur leitt af sér verðhækkanir sem munu skaða samkeppni á búvörumarkaði og hag neytenda.

Ávinningur af jafnlaunavottun meiri en umstangið

Ávinningur fyrirtækja af því að fara í gegnum jafnlaunavottun er meiri en umstangið, um það voru frummælendur á morgunverðarfundi Félags atvinnurekenda sammála.