Ríkið dæmt til að greiða innflytjendum viðbótardráttarvexti vegna útboðsgjalds

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða þremur innflutningsfyrirtækjum 40 milljónir króna í viðbótardráttarvexti vegna oftekins útboðsgjalds vegna tollkvóta á búvörum.

Útboðstímabil WTO-tollkvóta lengt aftur

Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarafurða hefur lagt til við landbúnaðarráðherra að útboðstímabil tollkvóta samkvæmt WTO-samningnum verði lengt á ný, úr sex mánuðum í eitt ár. Félag atvinnurekenda fagnar þessari breytingu og leggur jafnframt til stækkun tollkvótanna.

Óforsvaranlegt að breyta ekki innheimtu áfengisgjalds

Félag atvinnurekenda gagnrýnir harðlega afgreiðslu meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis á frumvarpi um breytingar á smásölufyrirkomulagi áfengis.

Ráðuneyti svarar engu um merkingar á hreinsiefnum

FA ítrekar erindi sitt til umhverfisráðuneytisins vegna nýrra reglna um merkingar á hreinsiefnum, sem að óbreyttu munu leiða til verðhækkana.

Aðalfundur ÍKV og málþing um Kínaviðskipti

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og atvinnurekendadeild Félags kvenna í atvinnulífinu efna til málþings um Kínaviðskipti þriðjudaginn 30. maí, kl. 15.30. Á undan málþinginu, kl. 15, er aðalfundur ÍKV.

Lagaskylda til jafnlaunavottunar ekki tímabær

FA hefur jákvæða afstöðu til jafnlaunavottunar, en leggst í umsögn sinni til Alþingis gegn því að hún verði gerð að lagaskyldu.

Lítil hætta á að sýklalyfjaónæmar bakteríur berist í fólk úr búfjárafurðum

Lítil hætta er talin á að bakteríur, sem ónæmar eru fyrir sýklalyfjum, berist í fólk með neyslu búfjárafurða, þar sem þær eru yfirleitt soðnar eða steiktar fyrir neyslu. Þetta er á meðal niðurstaðna starfshóps heilbrigðisráðherra um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi. FA hefur fengið tvo vísindamenn til að vinna fyrir félagið skýrslu sem svara mun fleiri spurningum um innflutning búvöru.

Hömlur á skaðaminni vörur styrkja stöðu sígarettunnar

Í umsögn um rafrettufrumvarp heilbrigðisráðherra bendir FA á að sú leið að leggja rafrettur og sígarettur að jöfnu og setja sömu hömlur á notkun, sölu og markaðssetningu rafrettna, styrki stöðu sígarettunnar sem sé miklu meiri skaðvaldur.

Kerfið talar við sjálft sig

Embættismenn sem starfa við að setja atvinnulífinu reglur virðast stundum vera alveg úr tengslum við það samfélag sem á að fara eftir reglunum. Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið.

Margföld eftirspurn eftir tollkvóta

Aldrei hefur verið meiri eftirspurn eftir tollkvóta til að fá að flytja inn tollfrjálsar búvörur frá ríkjum ESB. FA telur líklegt að útboðsgjald hækki enn frekar og telur brýnt að breyta ólögmætu fyrirkomulagi á úthlutun tollkvóta.