Kynningarfundur um merkingar á efnavöru

Kynningarfundur um merkingar á efnavöru verður haldinn miðvikudaginn 5. apríl kl. 10.00 – 12.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Skýrsla um eftirlitsgjöld kynnt á morgunverðarfundi

Ný skýrsla FA um eftirlitsgjöld sem ríkið leggur á fyrirtæki verður kynnt á morgunverðarfundi þriðjudaginn 4. apríl. Á meðal ræðumanna eru Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og Kjartan Már Friðsteinsson framkvæmdastjóri Banana ehf., sem lögðu ríkið í Hæstarétti vegna ólögmætra eftirlitsgjalda.

Meirihlutinn telur ríkið ofrukka gjöld

Meirihluti svarenda í könnun Félags atvinnurekenda meðal félagsmanna, sem var gerð í janúar, telur að gjaldtaka ríkisins sé ekki í samræmi við veitta þjónustu.

Gildistaka tollasamnings við ESB dregst til áramóta

Gildistaka tollasamnings Íslands og Evrópusambandsins, sem gerður var haustið 2015, dregst að öllum líkindum til næstu áramóta, samkvæmt upplýsingum sem Félag atvinnurekenda hefur aflað hjá utanríkisráðuneytinu. Neytendur þurfa að bíða eftir verðlækkun á vörum á borð við fyllt pasta, osta og villibráð.

ÍTV kynnt í Bangkok

Íslensk-taílenska viðskiptaráðið, sem stofnað var síðastliðið haust, var kynnt á árlegum viðburði Scandinavian Society Siam í Bangkok í Taílandi um síðustu helgi. ÍTV var styrktaraðili árlegrar garðveislu félagsins.

Einföldun á regluverki fagnað

FA fagnar nýju frumvarpi ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, um breytingu á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Frumvarpinu er ætlað að einfalda gildandi reglur um stofnun félaga.

Fiskistofufúskið

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið um vanhugsaðan flutning Fiskistofu milli landshluta.

FA styður mjólkurfrumvarp ráðherra

Félag atvinnurekenda hefur sent atvinnuvegaráðuneytinu jákvæða umsögn um drög að frumvarpi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem á að afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum.

Frelsi í sölu og auglýsingum og breytt innheimta áfengisgjalds fari saman

Félag atvinnurekenda hefur sent Alþingi umsögn um áfengisfrumvarp þingmanna úr fjórum flokkum. Félagið telur breytingar á frumvarpinu mjög til bóta og leggur að auki til frekari breytingar varðandi innheimtu áfengisgjalds.

FA skrifar forsætisráðherra: Vantar nýja stefnu um einföldun regluverks atvinnulífsins

Félag atvinnurekenda hefur skrifað Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra bréf þar sem félagið gerir að tillögu sinni að mörkuð verði ný og skilvirkari stefna um einföldun regluverks atvinnulífsins.