Öll fyrirtæki skoði persónuverndarmál

Nánast öll fyrirtæki í landinu sem skrá einhverjar upplýsingar um starfsmenn eða viðskiptavini þurfa að skoða sín mál vegna breytinga á persónuverndarlöggjöfinni sem taka gildi á næsta ári. Þetta er mat Vigdísar Evu Líndal, skrifstofustjóra upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd.

Er innflutningur ferskvöru hættulegur?

Samkvæmt niðurstöðum skýrslu, sem sérfræðingar á vegum Food Control Consultants unnu fyrir Félag atvinnurekenda, eru ekki haldbær rök fyrir því að innflutningur á ferskum búvörum muni hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu fólks og heilsufar dýra. Þegar bann við innflutningi ferskvöru verður afnumið getur Ísland engu að síður farið fram á sambærilegar viðbótartryggingar og hin norrænu ríkin vegna t.d. salmonellu og kamfýlóbakter.

Morgunverðarfundur 23. nóvember: Persónuvernd – lykilatriði í rekstri

FA gengst fyrir kynningarfundi 23. nóvember um nýja persónuverndarlöggjöf, sem tekur gildi næsta vor. Frummælandi er Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd.

Aðeins þrjú af stærstu sveitarfélögunum hyggjast lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði

Aðeins þrjú af tólf stærstu sveitarfélögum landsins áforma að lækka fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði á næsta ári. Tíu leggja hins vegar til lækkun á fasteignagjöldum á íbúðarhúsnæði. FA skorar á sveitarfélögin að sýna fyrirtækjum sömu sanngirni og eigendum íbúðarhúsnæðis.

Ísland græðir mest á EFTA-samstarfinu

Ísland er það aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, sem græðir mest á samstarfinu. Þetta er mat Aðalsteins Leifssonar, eins af framkvæmdastjórum EFTA.

Pólitík brýtur lög

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið um tregðu stjórnvalda til að gera breytingar varðandi innflutning búvöru, jafnvel þótt innflutningsfyrirtæki hafi réttinn sín megin.

Héraðsdómur: Ríkið endurgreiði útboðsgjald upp á 355 milljónir

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur öðru sinni dæmt ólögmætt útboðsgjald, sem ríkið innheimtir vegna úthlutunar tollkvóta fyrir búvörur. Ríkið þarf að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum um 355 milljónir króna.

EFTA-dómstóllinn: Bann við innflutningi á fersku kjöti og eggjum í andstöðu við EES

EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg telur bann íslenskra stjórnvalda við innflutningi á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk brjóta í bága við EES-samninginn. FA hvetur stjórnvöld til að hætta vísvitandi brotum á samningnum.

Stjórnarmyndun og hagur fyrirtækjanna

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið um stjórnarmyndunarviðræður og hagsmunamál fyrirtækjanna.

Fríverslun og framtíðin – fundur ÍIV og FA

FA og Íslensk-indverska viðskiptaráðið gangast fyrir fundi um fríverslun og framtíðina. Aðalsteinn Leifsson, framkvæmdastjóri hjá EFTA, fræðir okkur um fríverslunarviðræðurnar við Indland og fleiri mikilvæga framtíðarmarkaði.