Afnám tolla og vörugjalda skilaði sér til neytenda og álagning minnkaði

Afnám tolla og vörugjalda skilaði sér í vasa neytenda, samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar. Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að halda áfram á sömu braut og lækka tolla á matvörum.

Ostaframleiðandinn fær sitt, neytandinn bíður

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Morgunblaðið um hækkanir á tollum og útboðsgjöldum, sem hafa bætt innlendum ostaframleiðendum „tjón“ vegna tollasamningsins við ESB – sem hefur enn ekki tekið gildi.

Hæstu áfengisskattar í Evrópu – Léttvínskassinn hækkar um meira en 500 kr.

Skattar á áfengi á Íslandi eru þeir hæstu í Evrópu og fara stöðugt hækkandi. Hækkun áfengisgjalds í fjárlagafrumvarpinu þýðir að kassi af léttvíni hækkar um meira en 500 krónur.

Stjórn FA: „Jöfnun“ gjalda yfirvarp fyrir skattahækkun

Stjórn FA gagnrýnir hækkun eldsneytis- og áfengisgjalda í fjárlagafrumvarpinu. Þá lýsir stjórnin vonbrigðum með að marggefin loforð um lækkun tryggingagjalds skuli ekki efnd.

Öfugt fæðuöryggi

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið og bendir á hvernig röksemd hagsmunaaðila í landbúnaði um fæðuöryggi snýst gegn sjálfri sér þegar þess er krafist að skattgreiðendur borgi fyrir að flytja mat burt frá landinu.

Krafa um viðskiptafrelsi

Framkvæmdastjóri FA svarar grein Gunnars Braga Sveinssonar í Morgunblaðinu og útskýrir stefnu félagsins um meira viðskiptafrelsi í landbúnaðinum.

Þarf að horfa til annarra þátta en launahækkana

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir í viðtali við RÚV að líta þurfi til annarra þátta en launahækkana við gerð næstu kjarasamninga, til dæmis aukinnar framleiðni sem geti skilað sér í styttri vinnuviku eða rýmra orlofi.

Fyrirtækin hafa ekki efni á miklum launahækkunum

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að Seðlabankinn sé reiðubúinn að hækka stýrivexti á ný, verði samið um miklar launahækkanir í kjarasamningum á næsta ári. Fyrirtækin séu komin að þolmörkum og beri ekki miklar hækkanir.

FA fagnar tillögum um breytta utanríkisþjónustu

Félag atvinnurekenda fagnar nýútkominni skýrslu starfshóps utanríkisráðherra um breytingar í utanríkisþjónustunni. Skýrsluhöfundar hafa gert nokkrar tillögur FA að sínum.