FA er á meðal þeirra sem standa að vorráðstefnu Vörustjórnunarfélagsins. Umræðuefnið er að þessu sinni rekjanleiki vara með nýjum kröfum og tækni sem kennd er við fjórðu iðnbyltinguna.
Það er hagur atvinnulífsins að rekstur EES-samningsins gangi sem greiðast og íslensk stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar samkvæmt honum, segir í umsögn FA um þriðja orkupakkann. Félagið hvetur Alþingi til að samþykkja málið.
Tollar á elduðum kjúklingabringum eru mun hærri en á hráum bringum. Ef viðbótartollurinn á að vernda eitthvað hlýtur það að vera innlend rafmagnsframleiðsla, segir framkvæmdastjóri FA.
Kartöfluskorts er tekið að gæta í verslunum, en lítið sem ekkert framboð er af innlendum kartöflum af viðunandi gæðum. Atvinnuvegaráðuneytið hefur ekki orðið við beiðnum innflytjenda um að afnema tolla á kartöflum vegna ónógs framboðs.
Um helmingur fyrirtækja telur að samráði og upplýsingagjöf hins opinbera gagnvart atvinnulífinu vegna breyttra reglna sé ábótavant. Niðurstöður könnunar, sem ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur lét gera, voru kynntar á fundi í morgun.