FA skrifar fjármálaráðherra: Beiti sér fyrir endurskoðun á fasteignagjöldum

FA skrifar fjármálaráðherra og hvetur hann til að taka upp viðræður við sveitarfélögin um hvernig koma megi útreikningi og álagningu fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði í „lögmætt, gegnsætt og skynsamlegt horf.“

Umsókn Póstsins um greiðslur úr jöfnunarsjóði er ólögmæt

Umsókn Íslandspósts um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna áranna 2013-2017 stenst ekki skilyrði laga og reglna og er þáttur í pólitísku leikriti að mati FA. Fyrirtækið hefur tjáð fjárlaganefnd að það ætli að nota fjármuni úr sjóðnum til að endurgreiða 1.500 milljóna króna lán frá skattgreiðendum.

Námskeið um grundvallaratriði í vinnurétti

Félag atvinnurekenda efnir til námskeiðs um grundvallaratriði í vinnurétti fyrir félagsmenn sína föstudaginn 1. febrúar.

ÍKV og KÍM fagna ári svínsins

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og Kínversk-íslenska menningarfélagið efna til áramótafagnaðar þriðjudaginn 5. febrúar.

Innlent=hreint, útlent=óhreint?

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Mannlíf um röksemdirnar gegn því að takmarka innflutning á matvælum undir yfirskini heilsuverndar.

Ekkipakkinn

Það væri tilræði við hagsmuni íslensks viðskiptalífs að setja EES-samninginn í uppnám vegna þriðja orkupakkans, skrifar framkvæmdastjóri FA í Viðskiptablaðið.

Þriðji orkupakkinn er ekki stóra breytingin

Íslenskur orkumarkaður er þegar gjörbreyttur vegna innleiðingar EES-reglna og þriðji orkupakkinn svokallaði felur ekki í sér stóra breytingu. Það væri hins vegar meiriháttar stefnubreyting ef hann yrði ekki innleiddur í íslensk lög. Þetta var á meðal þess sem fram kom á morgunverðarfundi um þriðja orkupakkann.

Bændur og afurðastöðvar óhrædd við innflutning á kjöti

Innlendir kjúklinga- og svínabændur og afurðastöðvar eru stórtæk í tollfrjálsum innflutningi á kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins. Þetta sýnir vel að þessir aðilar hafa engar áhyggjur af hreinleika innflutts kjöts.

Morgunverðarfundur 16. janúar: Þriðji orkupakkinn og íslenskt atvinnulíf

Félag atvinnurekenda og Íslensk-evrópska viðskiptaráðið gangast fyrir morgunverðarfundi um þriðja orkupakka Evrópusambandsins miðvikudaginn 16. janúar.

Tilefni til málsóknar vegna 75.000 króna eftirlitsgjalds á rafrettur

Velferðarráðuneytið hefur engar upplýsingar veitt um kostnaðarútreikninga að baki 75.000 króna eftirlitsgjaldi vegna tilkynninga um markaðssetningu á rafrettum og tengdum vörum. Framkvæmdastjóri FA segir vinnubrögðin gefa tilefni til málsóknar á hendur ráðherra.