Tillaga landlæknisembættisins um sykurskatt er vanhugsuð, óþörf, byggð á gömlum og ófullnægjandi gögnum og útfærslan óljós. Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptamoggann.
Ekki verður annað séð en að Ríkisendurskoðun staðfesti samkeppnisbrot í rekstri Íslandspósts í nýrri skýrslu. FA telur skýrsluna mikilvægt veganesti fyrir stjórnvöld en gerir fyrirvara við ýmsa þætti hennar.
Fasteignaskattar á íbúa hafa rokið upp í stærstu sveitarfélögum landsins, þrátt fyrir að sum þeirra hafi lækkað álagningarprósentu. Morgunblaðið birtir í dag samantekt FA á skattahækkununum.
Innlendir bændur og afurðastöðvar sækja í sig veðrið í innflutningi kjöts frá ríkjum ESB og munu flytja inn 47,5% af ESB-tollkvótanum á síðari hluta ársins. Þessi fyrirtæki munu flytja inn tæplega 91% tollkvótans í svínakjöti og tæplega 60% í alifuglakjöti.
Kjarasamningur FA og Sambands íslenskra auglýsingastofa við Grafíu, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum, hefur verið samþykktur af báðum samningsaðilum.
Ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu án samnings þýðir það algjöra ringulreið fyrir viðskiptalífið, sagði franski athafnamaðurinn og öldungadeildarþingmaðurinn Olivier Cadic á morgunverðarfundi FA og Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins í morgun.