Indversk-íslenskt fyrirtækjastefnumót og aðalfundur ÍIV 7. júní

Indversk-íslenskt fyrirtækjastefnumót og aðalfundur Íslensk-indverska viðskiptaráðsins verða í húsakynnum FA 7. júní.

Kína og Ísland nýti „Belti og braut“ til að byggja upp jarðhitavirkjanir í þriðju ríkjum

Sendiherra Kína hvetur til þess að Ísland og Kína nýti „Belti- og braut“-verkefnið til að byggja upp jarðhitavirkjanir í þriðju ríkjum. Frásögn og upptaka af málþingi Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins um samstarf Íslands og Kína í orkumálum.

Skýrsla um þróun launatengdra gjalda kynnt á morgunverðarfundi

Skýrsla, sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon hefur unnið fyrir Félag atvinnurekenda um þróun launatengdra gjalda, verður kynnt á morgunverðarfundi miðvikudaginn 5. júní.

Röng og ólögmæt ákvörðun PFS

Félag atvinnurekenda gagnrýnir niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), sem hefur fallist á að veita Íslandspósti framlag úr galtómum jöfnunarsjóði alþjónustu. Lögmaður félagsins segir Póst- og fjarskiptastofnun í „júridiskum utanvegaakstri.“

Arfavitlausir blómatollar

Háir tollar eru lagðir á blóm, þrátt fyrir að þau teljist ekki til matvöru. Tollarnir halda uppi verði að þarflausu, enda er innlend framleiðsla langt frá því að anna markaðnum. Framkvæmdastjóri FA skrifar í Fréttablaðið.

EES breytti miklu fyrir frumkvöðlafyrirtæki

EES-samningurinn hefur reynst frumkvöðlafyrirtækjum mikilvægur. Vafasamt er að fyrirtæki á borð við Nox Medical eða Marel störfuðu hér á landi eða hefðu þróast í núverandi mynd, nyti hans ekki við. ÍEV og utanríkisráðuneytið stóðu fyrir málþingi um EES og frumkvöðla.

Græða skattgreiðendur og notendur lyfja á norrænum útboðum?

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Kjarnann og spyr heilbrigðisráðherra hvernig hún sjái fyrir sér að þörfum almennings fyrir lyf verði sinnt ef ríkið kippir rekstrargrundvellinum undan þjónustufyrirtækjum á lyfjamarkaði.

Borgin nýti vörugjöld Faxaflóahafna ekki sem skattstofn

FA mótmælir áformum Reykjavíkurborgar um að taka háar arðgreiðslur út úr Faxaflóahöfnum. Nær væri að lækka vörugjöld og stuðla þannig að stöðugu verðlagi í framhaldi kjarasamninga.

FA/SÍA og Grafía undirrita kjarasamning

FA og Samband íslenskra auglýsingastofa undirrituðu í dag nýjan kjarasamning við Grafíu, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum.

Aðalfundur ÍKV og málþing um samstarf Íslands og Kína í orkumálum

Aðalfundur Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins verður 27. maí. Í beinu framhaldi verður áhugavert málþing um samstarf Íslands og Kína í orkumálum.