FA telur að frumvarp landbúnaðarráðherra um breytta úthlutun tollkvóta fyrir búvörur nái ekki þeim markmiðum að neytendur njóti meira úrvals, lægra verðs og aukinnar samkeppni á markaði fyrir landbúnaðarvörur. FA gerir miklar athugasemdir við málið.
Framboð af túlipönum er lítið sem ekkert og verðið þrefalt til fimmfalt á við verð í nágrannalöndunum. Opinber nefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé skortur á túlipönum, en FA fer fram á að sú afstaða verði endurskoðuð og tollar lækkaðir.
Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið um ábyrgð sveitarfélaganna – ekki síst þess stærsta – á efnahagsstöðugleika og lífskjörum með því að halda hækkunum fasteignagjalda innan marka.
FA, Húseigendafélagið og Landssamband eldri borgara ítreka áskorun sína til sveitarfélaganna að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda og taka undir málflutning Alþýðusambandsins um fasteignagjöld.
Sjúklingar sem þurftu að greiða fyrir tiltekin S-merkt lyf á tímabilinu 1. júní til 7. nóvember eiga rétt á endurgreiðslu, eftir að Lyfjagreiðslunefnd endurskoðaði fyrri ákvörðun. FA hafði kvartað við heilbrigðisráðuneytið vegna málsins.
Tíu af tólf stærstu sveitarfélögum landsins hafa nú birt frumvörp til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020. Nokkur þeirra lækka álögur á atvinnuhúsnæði, Akranes mest. Reykjavíkurborg heldur hins vegar fasteignaskattinum í lögleyfðu hámarki.
FA skrifar heilbrigðisráðherra og býður í þriðja sinn fram samstarf um að tryggja að stjórnvöld hafi réttar tölur um sykurneyslu. Gosneysla hefur breyst hratt frá nýjustu tölum, sem Landlæknisembættið byggir á í aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu.
Mikilvægt er að fara vel yfir skipulag vinnutímans og finna möguleika til að hagræða og bæta þjónustu, samhliða því að stytta vinnuvikuna. FA hélt fund fyrir félagsmenn um styttingu vinnuvikunnar.