Skatturinn ógegnsæi og endalausi

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptamoggann um meingallað kerfi fasteignaskatta á Íslandi.

Félagsfundur um styttingu vinnuvikunnar

Félagsfundur um styttingu vinnuviku VR-félaga, sem tekur gildi um áramót, verður haldinn 6. nóvember. Framkvæmdastjóri og lögfræðingur FA fara yfir vinnutímaákvæði kjarasamnings við VR og svara spurningum félagsmanna.

Hæstu fasteignaskattar á Norðurlöndum

Fasteignaskattar á Íslandi eru hæstir á Norðurlöndunum, reiknaðir sem hlutfall af landsframleiðslu. Sveitarfélög verða að gæta hófs í skattlagningu, ætli þau ekki að blóðmjólka mjólkurkúna, sagði hagfræðingur á fundi um fasteignagjöld.

Sveitarfélögin lækki álagningarprósentu fasteignagjalda

FA, Húseigendafélagið og Landssamband eldri borgara hafa samþykkt sameiginlega ályktun, þar sem miklum hækkunum fasteignagjalda er mótmælt og sveitarfélögin hvött til að lækka álagningarprósentu. Samtökin héldu sameiginlegan fund um fasteignagjöldin.

FA leggst gegn því að staða Samkeppniseftirlitsins sé veikt

Félag atvinnurekenda leggst eindregið gegn tillögu um afnám heimildar Samkeppniseftirlitsins (SE) til að bera ákvarðanir áfrýjunarnefndar samkeppnismála (ÁNS) undir dómstóla. FA segir ákvæðið tryggja hagsmuni neytenda og fyrirtækja.

Morgunverðarfundur 25. október: Eru fasteignir féþúfa?

FA, Húseigendafélagið og Landssamband eldri borgara efna til morgunverðarfundar um sífellt þyngri skattbyrði einstaklinga og fyrirtækja vegna fasteignagjalda.

Mikilvægt að huga að jafnlaunavottun í tíma

Mikilvægt er að fyrirtæki hugi að umsókn um jafnlaunavottun með góðum fyrirvara svo ekki myndist flöskuhálsar hjá vottunarstofum.

FA býður fram fulltrúa í rafrettuhóp ráðherra

Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra erindi og boðið fram fulltrúa í starfshóp, sem ráðherra upplýsti um helgina að hún hygðist skipa til að hamla gegn notkun ungmenna á rafrettum og tengdum varningi.

FA og 25 blómabúðir skora á stjórnvöld að lækka blómatolla

FA óskar viðræðna við stjórnvöld um niðurfellingu tolla á blómum til að lækka verð og efla samkeppni. 25 blómaverslanir, -innflytjendur og -verkstæði styðja erindi FA.

Tímabært að huga að styttingu vinnuvikunnar

Félag atvinnurekenda vill minna félagsmenn sína á að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi vinnutíma starfsmanna sem eiga aðild að VR, en breytt ákvæði um vinnutíma samkvæmt kjarasamningi FA og VR taka gildi um áramót.