Baráttan gegn hækkun fasteignagjalda ber árangur – en betur má ef duga skal

Barátta FA fyrir lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði hefur á þremur árum borið nokkurn árangur – en betur má ef duga skal.

Á harðahlaupum undan ábyrgð

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið um ábyrgð sveitarfélaganna – ekki síst þess stærsta – á efnahagsstöðugleika og lífskjörum með því að halda hækkunum fasteignagjalda innan marka.

Sveitarfélögin haldi hækkun fasteignagjalda undir 2,5%

FA, Húseigendafélagið og Landssamband eldri borgara ítreka áskorun sína til sveitarfélaganna að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda og taka undir málflutning Alþýðusambandsins um fasteignagjöld.

Sjúklingar eiga rétt á endurgreiðslu vegna rangrar ákvörðunar Lyfjagreiðslunefndar

Sjúklingar sem þurftu að greiða fyrir tiltekin S-merkt lyf á tímabilinu 1. júní til 7. nóvember eiga rétt á endurgreiðslu, eftir að Lyfjagreiðslunefnd endurskoðaði fyrri ákvörðun. FA hafði kvartað við heilbrigðisráðuneytið vegna málsins.

Mest lækkun fasteignaskatta á Skaganum

Tíu af tólf stærstu sveitarfélögum landsins hafa nú birt frumvörp til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020. Nokkur þeirra lækka álögur á atvinnuhúsnæði, Akranes mest. Reykjavíkurborg heldur hins vegar fasteignaskattinum í lögleyfðu hámarki.

FA skrifar heilbrigðisráðherra: Mikil breyting á gosneyslu frá nýjustu tölum landlæknis

FA skrifar heilbrigðisráðherra og býður í þriðja sinn fram samstarf um að tryggja að stjórnvöld hafi réttar tölur um sykurneyslu. Gosneysla hefur breyst hratt frá nýjustu tölum, sem Landlæknisembættið byggir á í aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu.

Mikilvægt að fara vel yfir skipulag vinnutímans

Mikilvægt er að fara vel yfir skipulag vinnutímans og finna möguleika til að hagræða og bæta þjónustu, samhliða því að stytta vinnuvikuna. FA hélt fund fyrir félagsmenn um styttingu vinnuvikunnar.

Skatturinn ógegnsæi og endalausi

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptamoggann um meingallað kerfi fasteignaskatta á Íslandi.

Félagsfundur um styttingu vinnuvikunnar

Félagsfundur um styttingu vinnuviku VR-félaga, sem tekur gildi um áramót, verður haldinn 6. nóvember. Framkvæmdastjóri og lögfræðingur FA fara yfir vinnutímaákvæði kjarasamnings við VR og svara spurningum félagsmanna.

Hæstu fasteignaskattar á Norðurlöndum

Fasteignaskattar á Íslandi eru hæstir á Norðurlöndunum, reiknaðir sem hlutfall af landsframleiðslu. Sveitarfélög verða að gæta hófs í skattlagningu, ætli þau ekki að blóðmjólka mjólkurkúna, sagði hagfræðingur á fundi um fasteignagjöld.