70% félagsmanna nýta stuðningsúrræði

Um 70% félagsmanna FA nýta einhver af stuðningsúrræðum stjórnvalda. Þrátt fyrir tekjufall og fækkun starfsfólks hjá mörgum fyrirtækjum eru félagsmenn almennt bjartsýnir á framtíðina.

Varaseðlabankastjóri fjallar um efnahagshorfur 7. september

Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri fjallar um efnahagshorfur á næstunni á félagsfundi FA 7. september. Fundurinn verður fjarfundur og skráning er nauðsynleg.

FA kvartar til Samkeppniseftirlitsins vegna ríkisstuðnings við endurmenntunardeildir

Félag atvinnurekenda hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna niðurgreiðslu ríkisins á sumarnámi fyrr í sumar og vegna fjárhagslegs aðskilnaðar samkeppnisrekstrar Endurmenntunar HÍ frá öðrum rekstri.

Eins eða tveggja metra regla í fræðslufyrirtækjum?

FA fer fram á að menntamálaráðuneytið gefi skýr svör um hvort einkareknum fræðslufyrirtækjum verði heimilt að vinna samkvæmt eins metra reglunni. Það gera endurmenntunardeildir háskólanna, sem eru í beinni samkeppni við félagsmenn FA.

Stuðningsaðgerðir 2.0

Forsendur fyrir því að framlengja ekki hlutabótaleiðina gjörbreyttust með auknum hömlum á landamærunum. Endurskoða þarf stuðningsaðgerðir við atvinnuífið í heild. Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið.

Þörf á endurskoðun stuðningsaðgerða við fyrirtækin

Félag atvinnurekenda telur nauðsynlegt að stjórnvöld endurskoði stuðningsaðgerðir við fyrirtæki vegna heimsfaraldurs COVID-19 veirunnar. Framkvæmdastjóri félagsins ræddi málið í viðtali á Stöð 2.

Lokuðu vegna fyrirmæla stjórnvalda en fá ekki lokunarstyrk

Félagsmaður FA, sem þurfti að loka rekstrinum vegna fyrirmæla stjórnvalda, fær ekki lokunarstyrk. FA telur mikilvægt að réttarstaða fyrirtækja sé skýr nú í áframhaldi kórónaveirufaraldursins.