Viðurkenning á mikilvægi einkageirans

Það væri ánægjuleg breyting að stjórnvöld viðurkenndu mikilvægi einkageirans við að tryggja öryggi landsmanna og hættu að leggja steina í götu fyrirtækja í t.d. lyfja- og matvælainnflutningi. Framkvæmdastjóri FA skrifar áramótagrein í Viðskiptamoggann.

Gleðilega jólahátíð

Félag atvinnurekenda sendir ykkur bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Skrifstofan okkar er lokuð frá hádegi á Þorláksmessu og verður opnuð aftur 4. janúar.

Endurskoðun tollasamnings þýðir meira frjálsræði

Utanríkisráðherra hefur óskað eftir viðræðum við Evrópusambandið um endurskoðun samnings um fríverslun með búvörur. Að mati FA getur sú endurskoðun ekki leitt til annars en aukins frjálsræðis í viðskiptum.

Lyfjaöryggi í hættu stefnt

Verði drög heilbrigðisráðherra óbreytt að reglugerð, stefnir það lyfjaöryggi á Íslandi í hættu. Framkvæmdastjóri FA skrifar í Morgunblaðið.

Gríman felld

Stjórnmálamenn segja nú grímulaust að útboð á tollkvótum fyrir búvörum sé verndaraðgerð fyrir landbúnaðinn. Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið.

Atvinnuveganefnd vill þrefalda gildistíma á samkeppnishömlum á búvörumarkaði

Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis vill að eldri aðferð við útboð á tollkvóta fyrir búvörur gildi í þrjú ár, í stað eins árs eins og lagt var til í frumvarpi landbúnaðarráðherra. FA hvetur þingið til að hafna frumvarpinu.

Breytingar í viðskiptum við Bretland um áramót

Ýmsar breytingar verða vegna útgöngu Bretlands af Evrópska efnahagssvæðinu um áramót. Innflytjendur þurfa m.a. að ganga úr skugga um að merkingar á umbúðum breskra vara standist EES-reglur.

Meira um landbúnað, samkeppni og tolla

Framkvæmdastjóri FA svarar skrifum nokkurra talsmanna landbúnaðarins í Morgunblaðinu og undirstrikar að aðstoð við landbúnað, eins og aðrar atvinnugreinar í kórónuveirukreppunni, eigi að felast í almennum aðgerðum sem ekki raska samkeppni.

Neytendur njóta góðs af tollasamningi og breyttri útboðsaðferð tollkvóta

Neytendur hafa notið góðs af tollasamningi Íslands og ESB og þeirri breyttu aðferð við útboð á tollkvótum, sem tekin var upp á árinu, samkvæmt skýrslu verðlagseftirlits ASÍ. Niðurstöðurnar koma ekki á óvart.

Aðför að samkeppni, verslun og neytendum

Stjórnarliðar eru undir gríðarlegum þrýstingi hagsmunaafla í landbúnaðinum að reisa samkeppnishindranir, sem bitna á versluninni og neytendum. Samstöðu er þörf gegn þessari atlögu, skrifar framkvæmdastjóri FA í Morgunblaðið.