Algengast að stytta einn vinnudag í viku

Algengasta útfærslan á styttingu vinnuvikunnar samkvæmt kjarasamningi FA og VR er að stytta einn vinnudag í viku um 45 mínútur, samkvæmt könnun FA meðal félagsmanna.

Þriðjungur hefur þurft að segja upp fólki vegna hækkunar launakostnaðar

Rúmur þriðjungur fyrirtækja sem svöruðu félagakönnun FA segist hafa þurft að segja upp fólki til að mæta hækkunum launakostnaðar vegna kjarasamninganna sem gerðir voru síðastliðið vor.

FA leggur til víðtæka endurskoðun á áfengislögum

Félag atvinnurekenda leggur til mun víðtækari endurskoðun á lagaumgerð áfengismarkaðar hér á landi en gert er ráð fyrir í frumvarpsdrögum dómsmálaráðherra, þar sem lagt er til að innlend einkafyrirtæki fái heimild til að reka vefverslun með áfengi.

Myndir frá aðalfundi FA

Umhverfismál voru til umfjöllunar í upphafi aðalfundar FA í gær. Hér eru myndir frá fundinum.

Grænt frumkvæði fyrirtækja: Erindi frummælenda

Hér er hægt að sjá erindi og glærur frummælendanna á opnum fundi í upphafi aðalfundar FA í gær, „Grænt frumkvæði fyrirtækja.“ Við heyrðum frá fyrirtækjum sem hafa sýnt frumkvæði í umhverfismálum og gert sér viðskipti úr umhverfisvænum lausnum.

Félagsfundur um Gagnalaug GS1

FA efnir til félagsfundar miðvikudaginn 4. mars, til kynningar á Gagnalaug GS1. Gífurlegir möguleikar felast í Gagnalaug og á fundinum verður leitast við að svara ýmsum spurningum sem hafa komið upp hjá birgjum.

Greiða götu vörudreifingar í miðborginni

Reykjavíkurborg hefur greitt fyrir vörudreifingu í miðborginni með því að sérmerkja níu stæði sérstaklega fyrir vörulosun og fjölga göngugötum. FA átti frumkvæði að samtali við borgina um bætta vörudreifingu.

Félagsmenn ánægðir með baráttu FA: Félagið aldrei sýnilegra

Félagsmenn FA eru almennt ánægðir með baráttu félagsins í þeim málum sem það lét til sín taka á opinberum vettvangi í fyrra. Félagið hefur aldrei verið sýnilegra í fjölmiðlum.

PFS: Íslandspóstur sýni fram á að gjaldskráin sé lögleg

FA fagnar því að Póst- og fjarskiptastofnun taki undir sjónarmið félagsins um að óvíst sé að ný gjaldskrá Íslandspósts fyrir pakkasendingar standist lög um póstþjónustu.

Könnun FA: Félagsmenn ánægðir með þjónustuna

Félagsmenn FA eru almennt ánægðir með þjónustu félagsins samkvæmt árlegri könnun. Mest ánægja er með lögfræðiþjónustuna og segjast 85% notendanna ánægðir eða mjög ánægðir með hana.