Ekki heil brú í tillögum um neyslustýringarskatt

FA gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu starfshóps um hækkun skatta á sætindum. Tillögurnar eru flóknar og mótsagnakenndar og byggja á gömlum eða óbirtum gögnum. Heilbrigðisráðherra hefur ítrekað hunsað boð FA um samráð og samstarf um öflun gagna um sykurneyslu.

Næsta verkefni fyrir OECD – er pólitíski kjarkurinn til staðar?

Það var til marks um pólitískan kjark að láta gera samkeppnismat á regluverki ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og fylgja því eftir. Er sami kjarkur til staðar varðandi landbúnað og sjávarútveg? Framkvæmdastjóri FA skrifar á Vísi.

FA skrifar ráðherra: Næsta samkeppnismat OECD taki til landbúnaðar og sjávarútvegs

FA skrifar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hvetur hann til að leita samstarfs við OECD um gerð samkeppnismats á regluverki landbúnaðar og sjávarútvegs á Íslandi. Nýlokið er slíku mati á regluverki byggingariðnaðar og ferðaþjónustu.

Borgin gengur of skammt í lækkun fasteignaskatts

Framkvæmdastjóri FA sat fund með borgarráði og skoraði á Reykjavíkurborg að ganga lengra í lækkun fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði en áformað er.

Tollverndin er ríkust á Íslandi

Tollvernd fyrir landbúnað er langtum meiri á Íslandi en í ríkjum Evrópusambandsins eða að meðaltali í ríkjum OECD. Ný skýrsla, unnin fyrir atvinnuvegaráðuneytið, gefur mun skýrari mynd af samanburði tollverndar á milli landa en villandi tölur forystumanna í Bændasamtökunum.

Hverfandi líkur á vöruskorti fyrir jólin

Framkvæmdastjóri FA var gestur á upplýsingafundi almannavarna. Hann þakkaði starfsfólki innflutnings- og dreifingarfyrirtækja þátt þess í að tryggja að lyf, nauðsynjar og aðföng til innlendrar framleiðslu hafi borist til landsins án teljandi vandkvæða.

Ekkert svindl við innflutning félagsmanna FA á pitsuosti

Ásakanir um svindl, lögbrot og smygl við innflutning á pitsaosti eiga ekki við rök að styðjast. FA aflaði upplýsinga hjá stjórnvöldum og félagsmönnum.

Samkeppnismat taki næst til landbúnaðar og sjávarútvegs

FA fagnar nýrri skýrslu OECD um afnám samkeppnishindrana í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Næsta skref ætti að vera samkeppnismat á löggjöf um landbúnað og sjávarútveg.

Ráð sem duga

Forystumenn landbúnaðarins hafa dottið ofan á gömul og góð ráð til að rétta hag greinarinnar. Framkvæmdastjóri FA skrifar „endahnút“ í Viðskiptablaðið.

Ekki sækja um undanþágur nema annað sé fullreynt

Fulltrúar sóttvarnalæknis funduðu með félagsmönnum FA um samkomutakmarkanir og sóttvarnaráðstafanir.