Falda aflið á fleygiferð

22.01.2014

Málefni Falda aflsins á fleygiferð

 

FA setti í september sl. fram Falda aflið, 12 tillögur um hvernig nýta má betur kraft minni og meðalstórra fyrirtækja. Á undanförnum vikum hafa ýmis tíðindi borist af málefnum Falda aflsins og ekki síst vegna þess hversu mörg frumvörp voru til umræðu og afgreiðslu á Alþingi í desember.

 

Tvær tillögur FA eru þegar orðnar að lögum og markmiðum þeirra því náð. Annars vegar hefur hin alræmda 50/20% regla, sem lýtur að skattlagningu arðs, verið afnumin. Umrædd regla kom sérstaklega illa niður á minni fyrirtækjum. Hins vegar var lögfest dreifing gjalddaga aðflutningsgjalda þannig að gjalddagar verði í hverjum mánuði. Að vísu er enn eina ferðina um bráðabirgðaákvæði að ræða, en FA mun beita sér fyrir því að þessi skipan mála verði lögfest til frambúðar.

 

FA stóð fyrir mikilli umræðu um skaðleg áhrif eignarhalds banka á atvinnufyrirtækjum í samkeppni. Stóru bankarnir brugðust við með því að birta nákvæmari upplýsingar um eignarhald sitt í fyrirtækjum. Málið er því að þokast í rétta átt. Smelltu og kynntu þér þetta mál betur.

 

Þá vakti FA athygli á nauðsyn þess að afnema vörugjöld og einfalda neysluskatta og aðflutningsgjöld. Liður í því verkefni er að umbylta tollaumhverfi á sviði landbúnaðarafurða. Frumvarp um tollkvótafyrirkomulagið lá fyrir þinginu en þrátt fyrir miklar aðfinnslur við kerfið í heild var því einungis breytt smávægilega. Framkvæmdastjóri FA skrifaði grein um málið og gagnrýndi lítinn skilning atvinnuveganefndar Alþingis á málinu. Smelltu og lestu skrif Almars Guðmundssonar um málið á visir.is.

 

Vonbrigði desember mánaðar voru að tryggingagjald verður nánast óbreytt á milli ára. FA hafði unnið að því og bundið vonir við að gjaldið yrði lækkað myndarlega, enda er það ein besta leiðin til að styðja við minni og meðalstór fyrirtæki og veita þeim svigrúm til fjölgunar starfsfólks. En niðurstöðuna má kalla málamyndaráðstöfun, þ.e. aðeins 0,1% lækkun.

 

Minnt skal sérstaklega á aðalfund FA þann 5. febrúar nk. Verður þar rætt sérstaklega um Falda aflið og árangur átaksins undanfarna mánuði.

 

Smelltu og lestu meira um Falda aflið.

Nýjar fréttir

Innskráning