Félagsmenn ánægðir með baráttu FA: Félagið aldrei sýnilegra

Félagsmenn FA eru almennt ánægðir með baráttu félagsins í þeim málum sem það lét til sín taka á opinberum vettvangi árið 2019, samkvæmt könnun á meðal aðildarfyrirtækjanna. Í kringum 80% telja félagið sýnilegt í baráttunni fyrir þeirra hönd og að ímynd þess sé jákvæð.

Félagið hefur aldrei verið sýnilegra í fjölmiðlum en á árinu; 610 fréttir af baráttu þess og starfi birtust, sem eru rúmlega 2,3 fréttir að meðaltali hvern virkan dag ársins.

Félagsmenn ánægðir með baráttu FA: Félagið aldrei sýnilegra

Félagsmenn FA eru almennt ánægðir með baráttu félagsins í þeim málum sem það lét til sín taka á opinberum vettvangi í fyrra. Tæplega 80% félagsmanna telja félagið sýnilegt í baráttu sinni. Samkvæmt tölum Fjölmiðlavaktar Creditinfo hefur FA heldur aldrei verið meira í fréttum en síðastliðið ár, en þá birtust samtals 610 fréttir af félaginu í fjölmiðlum, eða rúmlega 2,3 fréttir að meðaltali hvern virkan dag ársins.

Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay

Kristín H. Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima

Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna