Ánægðir félagsmenn

GAKKTU Í FÉLAGIÐ

Á undanförnum árum hefur lögfræðiþjónusta FA orðið einn af hornsteinum í starfsemi félagsins. Í könnun meðal félagsmanna hefur komið í ljós að mikil almenn ánægja er með þessa þjónustu. Nefna má að metaðsókn var í lögfræðiþjónustu félagsins á síðasta ári, fjórða árið í röð og ekkert lát er þar á. Lögfræðiþjónusta FA hvetur félagsmenn til að leita til sín með þau álitamál sem upp koma í rekstrinum, jafnt stór sem smá. Það mikilvægasta er að hafa samband og ræða málin. Við erum ykkur ávallt innan handar.

 

,,Garðheimar hafa verið í FA í 10 ár og höfum við verið mjög sátt við þjónustu þeirra. Starfsfólk félagsins hefur lagt sig mikið fram við að aðstoða okkur á allan máta. Aðgangur að lögfræðingi félagsins hefur verið okkur ómetanlegur. Við höfum einnig nýtt okkur þau góðu og fjölbreyttu námskeið sem félagið býður upp á.”

Gísli H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Garðheima


,,Parlogis er mjög ánægt með þjónustu Félags atvinnurekenda undanfarin ár enda er metnaður og kraftur í félaginu. Mikil áhersla er lögð á að kynna fyrir okkur félagsmönnum þau mál sem eru í brennidepli og hafa áhrif á okkar starfsumhverfi hverju sinni. Starfsfólk og stjórnendur Parlogis hafa einnig sótt námskeið FA sér til gagns. Að auki nýtum við okkur lögfræðiþjónustu félagsins sem er fagleg og lipur.”

Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri Parlogis ehf.

,,Félag atvinnurekenda hefur reynst okkur afar vel. Á það bæði við um góða lögfræðiþjónustu en einnig hagsmunagæslu gagnvarst sjórnvöldum. Þá hefur félagið unnið að ýmsum baráttumálum okkar og annarra í stéttinni sem erfitt er að standa einn í. Það er líka ómetanlegt fyrir okkur að geta skipst á skoðunum við starfsbærðu og -systur á félags- og kynningarfundum. Námskeiðin hafa oft nýst starfsfólki okkar mjög vel.”

Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber ehf.


,,Félagið tekur á ýmsum hagsmunamálum fyrirtækja sem kemur öllu þjóðfélaginu til góða. Það heldur uppbyggileg, fræðandi og oft skemmtileg námskeið auk þess að styrkja tenglsanet félagsmanna. Fyrir minni fyrirtkæi tel ég það góðan kost að vera í Félagi atvinnurekenda því þar getur maður leitað ráða um ýmis mál og er alltaf vel tekið.”

Hildur Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Satúrnusar ehf.

,,Það kemur margt uppá í umfangsmiklum rekstri og það getur verið gríðarlega mikilvægt að hafa aðgang að sérfræðingum sem eru tilbúnir að svara fljótt og vel. Þar höfum við komist að því að FA er góður kostur fyrir Vífilfell. Á síðastliðnum misserum höfum við í síauknum mæli leitað til lögfræðideildar FA með margvísleg mál. Við höfum komist að því að þar er þekking og reynsla á þeim sviðum sem starfsemi okkar tekur til og við höfum nýtt okkur það. Reynslan hefur undantekningalaust verið jákvæð og hefur þessi þjónusta skilað okkur miklu.”

Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells

,,Á síðasta ári leitaði Iceland Express til FA vegna álitamáls er varðaði innkaup opinberra aðila á farmiðum sem fóru fram án útboðs. Lögmaður FA tók að sér málið og kláraði það frá upphafi til enda með mjög jákvæðri niðurstöðu fyrir Iceland Express. Nú er staðan sú að ólögmætum samningum hins opinbera hefur verið rift og útboðsferli er hafið. Það er alveg ljóst að Iceland Express sér mikinn hag í því að geta leitað til FA og þeirra sérfræðinga sem þar starfa.”

Matthías Imslad, forstjóri Iceland Express
Vertu hluti af Félagi atvinnurekenda