Fræðsla um nýja persónuverndarlöggjöf

FA ritaði undir samkomulag við viðsemjendur sína í upphafi árs um að segja ekki upp kjarasamningi þrátt fyrir forsendubrest. Félagið hefur lagt áherslu á að í næstu samningalotu verði samið um hóflegar launahækkanir; ekki sé innstæða hjá atvinnulífinu fyrir sambærilegum hækkunum og í síðustu lotu. Framkvæmdastjóri FA hefur velt því upp að horfa til annarra þátta en beinna launahækkana, eins og styttingar vinnutíma.

Ný persónuverndarlöggjöf hefur áhrif á fyrirtæki

Ný reglugerð Evrópusambandsins nr. 2016/679 um vernd einstaklinga við vinnslu persónuupplýsinga og frjálst flæði slíkra upplýsinga tekur gildi þann 25. maí 2018 en hún hefur í för með sér umtalsverð áhrif á íslensk fyrirtæki. Löggjöfin snertir beint öll þau fyrirtæki sem vinna á einhvern hátt með persónuupplýsingar, hvort sem þær varða starfsmenn, viðskiptavini, notendur eða aðra. Frumvarp til innleiðingar reglugerðarinnar verður að öllum líkindum lagt fyrir Alþingi í haust.

Öll fyrirtæki skoði persónuverndarmál

Nánast öll fyrirtæki í landinu sem skrá einhverjar upplýsingar um starfsmenn eða viðskiptavini þurfa að skoða sín mál vegna breytinga á persónuverndarlöggjöfinni sem taka gildi á næsta ári. Þetta kom fram í máli Vigdísar Evu Líndal, skrifstofustjóra upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd, á fundi Félags atvinnurekenda í morgun um breytingar á persónuverndarlöggjöfinni.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins og formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA)

Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins