FA leggst gegn samkeppnisundanþágu vegna lambakjötsútflutnings: Enginn ávinningur fyrir neytendur

Félag atvinnurekenda leggst gegn því að Markaðsráði kindakjöts verði veitt undanþága frá samkeppnislögum til að efna til samstarfs sláturleyfishafa um útflutning á lambakjöti. Í svari við umsagnarbeiðni Samkeppniseftirlitsins bendir FA á að ávinningur neytenda af samstarfinu sé enginn, þvert á móti sé það þeim til tjóns vegna þess að verði sé haldið uppi.


Dómstólaleiðin ein fær?

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið um tilraunir félagsins til að fá sveitarfélögin til að létta skattbyrði fyrirtækja vegna hækkandi fasteignamats.


Enn hækkar útboðsgjald fyrir ESB-tollkvóta

Útboðsgjald, sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollfrjálsan innflutning á búvörum frá Evrópusambandinu, hækkaði mikið í síðasta útboði á tollkvóta. Dæmi eru um allt að 45% hækkun útboðsgjaldsins frá því á fyrri hluta ársins, en kvótinn er nú boðinn upp tvisvar á ári.


Stefnir í málshöfðun vegna fasteignagjalda

Stjórn FA hvetur sveitarfélögin til að endurskoða álagningarprósentu fasteignagjalda í framhaldi af gífurlegum hækkunum á fasteignamati. Félög innan FA undirbúa málshöfðun gegn Reykjavíkurborg vegna fasteignagjalda.


Auðvelt að fá gæðavöru framleidda í Kína

Þeir sem vita hvert þeir eiga að snúa sér geta fengið gæðavörur framleiddar fyrir sig í Kína, á mun hagstæðara verði en stendur til boða á Íslandi eða annars staðar á Vesturlöndum. Þetta var á meðal þess sem fram kom á málþingi Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins og atvinnurekendadeildar Félags kvenna í atvinnulífinu.


Fallið frá kröfunni um lóðrétt strikamerki

Félag atvinnurekenda hefur fengið staðfest hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að fallið verði frá þeirri kröfu að strikamerki á drykkjarvöruumbúðum skuli eingöngu vera lóðrétt, en ekki lárétt. Gildistaka nýrra reglna um drykkjarvöruumbúðir frestast til hausts.


Ríkið dæmt til að greiða innflytjendum viðbótardráttarvexti vegna útboðsgjalds

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða þremur innflutningsfyrirtækjum 40 milljónir króna í viðbótardráttarvexti vegna oftekins útboðsgjalds vegna tollkvóta á búvörum.


Útboðstímabil WTO-tollkvóta lengt aftur

Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarafurða hefur lagt til við landbúnaðarráðherra að útboðstímabil tollkvóta samkvæmt WTO-samningnum verði lengt á ný, úr sex mánuðum í eitt ár. Félag atvinnurekenda fagnar þessari breytingu og leggur jafnframt til stækkun tollkvótanna.


Óforsvaranlegt að breyta ekki innheimtu áfengisgjalds

Félag atvinnurekenda gagnrýnir harðlega afgreiðslu meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis á frumvarpi um breytingar á smásölufyrirkomulagi áfengis.


Ráðuneyti svarar engu um merkingar á hreinsiefnum

FA ítrekar erindi sitt til umhverfisráðuneytisins vegna nýrra reglna um merkingar á hreinsiefnum, sem að óbreyttu munu leiða til verðhækkana.