Veik vísindaleg rök fyrir frystiskyldunni

Bændablaðið segir frá erindi Ólafs Valssonar, annars höfunda skýrslu sem unnin var fyrir FA um heilbrigðisáhættu vegna innflutnings búvara, á málþingi Landbúnaðarháskólans og Bændasamtakanna um dóm EFTA-dómstólsins.


Kynferðisleg áreitni og ofbeldi verði ekki liðin

Stjórn FA hefur samþykkt ályktun þar sem umræðunni undir merkjum #metoo er fagnað og félagsmenn hvattir eindregið til að tryggja að kynferðisleg og kynbundin áreitni, ofbeldi og mismunun líðist ekki í fyrirtækjum þeirra.


Óskilvirk og óboðleg stjórnsýsla

„Sem stendur virðast bæði stjórnsýslan og Alþingi ófær um að sinna því hlutverki sínu að tryggja hnökralausan rekstur EES-samningsins,“ skrifar framkvæmdastjóri FA í Morgunblaðið og rekur dæmi af mikilvægri lyfjaöryggistilskipun, sem ekki hefur verið innleidd í íslensk lög meira en fjórum árum eftir að hún var tekin upp í EES-samninginn.


Sum með fasteignagjöld í toppi, önnur vilja laða að fyrirtæki

Sum sveitarfélög halda fasteignasköttum í lögleyfðu hámarki og hirða stórauknar skatttekjur af fyrirtækjum vegna hækkandi fasteignamats. Önnur leggja áherslu á að sýna fyrirtækjum sanngirni og laða til sín nýja starfsemi með lækkun álagningarprósentu.


Hvaðan kemur fjármagnið í samkeppnisrekstri Íslandspósts?

FA sendir stjórn Íslandspósts bréf með nokkrum spurningum, meðal annars um aðskilnað einkaréttar- og samkeppnisþjónustu og uppruna fjármagns í samkeppnisrekstri ríkisfyrirtækisins.


Ætti innlend verslun að biðja um hærri álögur á erlendar verslanakeðjur?

Magnús Óli Ólafsson, formaður FA og forstjóri Innness, er í viðtali í Viðskiptamogganum í dag. Hann segir að fráleitt væri að innlend verslunarfyrirtæki bæðu um vernd fyrir erlendri samkeppni eins og fyrirtæki í landbúnaðinum gera.


Örar breytingar á gosdrykkjamarkaði án opinberrar neyslustýringar

Verulega hefur dregið úr neyslu á sykruðum gosdrykkjum undanfarin misseri, án þess að til kæmi sykurskattur eða önnur opinber neyslustýring. Framkvæmdastjóri FA segir líklegra til árangurs í baráttu við offitu og sykursýki að höfða til samfélagsábyrgðar fyrirtækja og skynsemi neytenda en að grípa til skattlagningar.


Merkingar á hreinsiefnum: Eftir árs bið er svarið nei

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur synjað beiðni Félags atvinnurekenda um að svigrúm í Evrópureglum verði nýtt og ekki gerð krafa um að vægari hreinsiefni verði merkt á íslensku. Með bréfi dagsettu 29. nóvember berst þannig loks svar við bréfi FA sem sent var ráðuneytinu 6. desember á síðasta ári.


Öll fyrirtæki skoði persónuverndarmál

Nánast öll fyrirtæki í landinu sem skrá einhverjar upplýsingar um starfsmenn eða viðskiptavini þurfa að skoða sín mál vegna breytinga á persónuverndarlöggjöfinni sem taka gildi á næsta ári. Þetta er mat Vigdísar Evu Líndal, skrifstofustjóra upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd.


Er innflutningur ferskvöru hættulegur?

Samkvæmt niðurstöðum skýrslu, sem sérfræðingar á vegum Food Control Consultants unnu fyrir Félag atvinnurekenda, eru ekki haldbær rök fyrir því að innflutningur á ferskum búvörum muni hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu fólks og heilsufar dýra. Þegar bann við innflutningi ferskvöru verður afnumið getur Ísland engu að síður farið fram á sambærilegar viðbótartryggingar og hin norrænu ríkin vegna t.d. salmonellu og kamfýlóbakter.