„Staðreyndir“ Sigurðar Inga

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Fréttablaðið og leiðréttir formann Framsóknarflokksins, sem heldur því fram að tollar hafi ekki lengur áhrif á matarverð á Íslandi.


Hætta á að til verði einkavæddur Póstur með ósanngjarnt samkeppnisforskot

FA telur að mörgum spurningum sé ósvarað af hálfu samgönguráðuneytisins áður en hægt sé að leggja frumvarp um breytingar á póstmarkaði fyrir Alþingi.


Costco-áhrifin

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið um komu Costco á markaðinn. Verslunin eigi að fagna henni sem drifkrafti breytinga, en um leið megi afstaða stjórnvalda ekki standa í vegi fyrir breytingum.


Tollalækkanir efla samkeppni

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, bendir á það í Morgunblaðinu í dag að lækkun tolla og vörugjalda undanfarin ár hafi eflt samkeppni á innanlandsmarkaði. Ekki þurfi að koma á óvart að koma Costco á markaðinn hafi stuðlað að því að heildsalar næðu betri samningum við erlenda birgja.


Ferskvaran og vísindin

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið um innflutning ferskrar búvöru, ólögmætt bann við honum og álit vísindamanna á mögulegri áhættu sem innflutningnum fylgi.


Innflutningur á ferskum búvörum mun ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra

Ekki eru haldbær rök fyrir því að innflutningur á ferskum eggjum, vörum úr ógerilsneyddri mjólk og fersku kjöti muni hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu fólks og heilsufar dýra. Ekki virðist heldur hægt að fullyrða að innflutningur á þessum vörum muni hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþolinna baktería. Aukinn fjöldi fólks sem ferðast til og frá landinu virðist líklegri til að hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþols en innflutningur á matvælum. Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar skýrslu sem unnin var fyrir FA.


Átta EES-tilskipanir um afnám tæknilegra viðskiptahindrana hafa ekki verið innleiddar

Aftur sígur á ógæfuhliðina hvað varðar innleiðingu EES-reglna í íslenska löggjöf. Af átján útistandandi tilskipunum varða átta afnám tæknilegra hindrana í vegi frjálsra vöruviðskipta, sem er áhyggjuefni að mati FA.


Íslandspóstur stöðvaður í að bola keppinautum af póstmarkaði

Póst- og fjarskiptastofnun hefur með bráðabirgðaákvörðun stöðvað tilraun Íslandspósts til að bola keppinautum af póstmarkaði. FA fagnar ákvörðuninni en segir stjórn Íslandspósts verða að tryggja að stjórnendur fyrirtækisins haldi sig innan ramma laga og reglna og starfi í sátt við umhverfi sitt.


Skortur á svína- og nautakjöti: Frystiskyldan hægir á aukningu framboðs

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út svokallaða opna tollkvóta vegna skorts á bæði svína- og nautakjöti frá innlendum framleiðendum. Skortvótarnir eru til þess hugsaðir að koma í veg fyrir vöruskort og verðhækkanir vegna ónógs framboðs frá innlendum framleiðendum og verja þannig hagsmuni neytenda. Lagaákvæði um að innflutt kjöt verði að hafa verið 30 daga í frysti vinna hins vegar gegn þessu markmiði og skaða hag neytenda.


FA leggst gegn samkeppnisundanþágu vegna lambakjötsútflutnings: Enginn ávinningur fyrir neytendur

Félag atvinnurekenda leggst gegn því að Markaðsráði kindakjöts verði veitt undanþága frá samkeppnislögum til að efna til samstarfs sláturleyfishafa um útflutning á lambakjöti. Í svari við umsagnarbeiðni Samkeppniseftirlitsins bendir FA á að ávinningur neytenda af samstarfinu sé enginn, þvert á móti sé það þeim til tjóns vegna þess að verði sé haldið uppi.