Framsókn og réttaröryggið

Framkvæmdastjóri FA spyr formann Framsóknarflokksins nokkurra spurninga, í framhaldi af grein þess síðarnefnda um að flokkurinn vilji hafa dóm Hæstaréttar að engu.


Úrskurðarnefnd: Pósturinn fær ekki að ýta keppinautum af markaði

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála staðfestir að Póstinum sé óheimilt að ýta keppinautum af markaði með því að segja upp afsláttum. Framkvæmdastjóri FA lýsir furðu á að ríkisfyrirtæki í fjárhagsörðugleikum verji milljónum í málarekstur af þessu tagi.


Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar um Hlemm

FA fer fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila mathallar á Hlemmi, en hann geti falið í sér opinberan styrk sem raski samkeppni.


Ríkið viðurkennir að hafa brotið lög þegar fersk egg voru gerð upptæk

Íslenska ríkið viðurkennir bótaskyldu sína í máli, þar sem tollverðir gerðu upptæk fersk egg, sem flutt voru inn til landsins. FA kallar eftir því að lagabreytingum til að tryggja réttaröryggi innflytjenda verði hraðað.


Fimm milljarða skattahækkun á fyrirtæki á fimm árum

Fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði hafa hækkað um 5,1 milljarð króna á undanförnum fimm árum, á verðlagi þessa árs. Framkvæmdastjóri FA kallar eftir því að sveitarfélögin axli ábyrgð vegna komandi kjarasamninga.


Mótsagnir og misskilningur um tollasamning

FA fer yfir mótsagnir og misskilning í rökstuðningi þingmanna sem vilja segja upp tollasamningi við Evrópusambandið.


Er heimafenginn baggi loftslagshollur?

Framkvæmdastjóri FA ræðir í grein í Fréttablaðinu ýmsar hliðar á hugmyndum um ríki framleiði sem mest af mat ofan í íbúana og flytji sem minnst inn í þágu loftslagssjónarmiða. Væri það gott fyrir Ísland ef öll lönd gerðu það?


Óraunhæfar kröfur auka hættuna á harðri lendingu

Framkvæmdastjóri FA segir ljóst að væntingar um miklar launahækkanir hafi áhrif á gengisþróunina og hafi veikt krónuna undanfarna daga. Hætta sé á að óraunhæfar kröfur verkalýðshreyfingarinnar stuðli að harðri lendingu hagkerfisins.


Frystum ferðamennina

Af hverju heimta þeir sem telja að innflutningur á ferskvöru stefni dýrum og fólki í hættu, ekki aðgerðir til að takmarka miklu stærri áhættuþátt, sem er ferðamannastraumurinn? Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið.


Veiðigjaldafrumvarp skekkir samkeppnisstöðu í sjávarútvegi

FA og SFÚ telja að aukið vægi aflaverðmætis við útreikning veiðigjalds muni enn ýkja tvöfalda verðmyndun í sjávarútveginum og skekki enn frekar samkeppnisstöðu þeirra sem selji afla á fiskmörkuðum.