Óraunhæfar kröfur auka hættuna á harðri lendingu

Framkvæmdastjóri FA segir ljóst að væntingar um miklar launahækkanir hafi áhrif á gengisþróunina og hafi veikt krónuna undanfarna daga. Hætta sé á að óraunhæfar kröfur verkalýðshreyfingarinnar stuðli að harðri lendingu hagkerfisins.


Frystum ferðamennina

Af hverju heimta þeir sem telja að innflutningur á ferskvöru stefni dýrum og fólki í hættu, ekki aðgerðir til að takmarka miklu stærri áhættuþátt, sem er ferðamannastraumurinn? Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið.


Veiðigjaldafrumvarp skekkir samkeppnisstöðu í sjávarútvegi

FA og SFÚ telja að aukið vægi aflaverðmætis við útreikning veiðigjalds muni enn ýkja tvöfalda verðmyndun í sjávarútveginum og skekki enn frekar samkeppnisstöðu þeirra sem selji afla á fiskmörkuðum.


FA kvartar til eftirlitsnefndar vegna brota Póstsins

FA hefur kvartað til eftirlitsnefndar vegna brota Íslandspósts ohf. á sátt við samkeppnisyfirvöld.


Hæstiréttur staðfestir að innflutningsbann á fersku kjöti sé ólöglegt: Síðasta tylliástæðan til að gera ekkert er úr sögunni

Hæstiréttur staðfestir að bann við innflutningi á fersku, ófrosnu kjöti sé ólöglegt og brjóti í bága við EES-samninginn.


Morgunverðarfundur ÍEV 17. október: Hringamyndun og evrópsk samkeppnislöggjöf

Íslensk-evrópska viðskiptaráðið (íEV) efnir til morgunverðarfundar miðvikudaginn 17. október með Cordula Modest, sem er sérfræðingur í evrópskum samkeppnisrétti hjá Deutsche Bahn.


Leiðrétting frá aðalhagfræðingi Seðlabankans

Aðalhagfræðingur Seðlabankans dregur til baka ummæli um þrýsting ríkisins á lækkun eigin fjár bankanna, sem féllu á fundi FA í síðasta mánuði.


Vel heppnuð heimsókn frá Shandong

Fjölmenn viðskiptasendinefnd frá Shandong-héraði heimsótti Íslensk-kínverska viðskiptaráðið. Haldið var sameiginlegt málþing um matvöruviðskipti milli Íslands og Kína.


18 ára aldurstakmark nú þegar í gildi hjá seljendum rafrettna

Allir seljendur rafrettna, sem aðild eiga að Félagi atvinnurekenda, hafa þá reglu að selja ekki eða afhenda vörur sínar börnum yngri en 18 ára. Engin breyting verður því að þessu leyti þegar lög um rafrettur taka gildi 1. mars 2019.


Reynt að kæfa rafrettubransann í fæðingu?

Gjaldtaka Neytendastofu samkvæmt nýrri reglugerð um rafrettur gæti numið 60-100 milljónum króna á sérverslun af venjulegri stærð. FA krefst þess að reglugerðin verði ógilt og samið regluverk sem tryggir öryggi neytenda og tekur jafnframt mið af raunverulegum aðstæðum á markaði.