Búum okkur undir Brexit

Framkvæmdastjóri FA skrifar í Viðskiptablaðið að íslensk fyrirtæki þurfi að búa sig undir neikvæð áhrif útgöngu Bretlands úr ESB á utanríkisviðskipti.


ÍEV fundar með Evrópumála- og viðskiptaráðherra Svíþjóðar

Stjórn og framkvæmdastjóri Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins áttu í dag gagnlegt samtal við Ann Linde, Evrópumála- og viðskiptaráðherra Svíþjóðar, um viðskipti Íslands og Evrópusambandsins.


Skattaeilífðarvélin

Leiga á atvinnuhúsnæði og fasteignaskattar hækka sjálfkrafa á víxl. Til er orðin eilífðarvél, sem malar sveitarfélögunum gull, skrifar framkvæmdastjóri FA í Fréttablaðið.


CCPIT vill aðstoða aðildarfyrirtæki ÍKV

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið fékk í dag góða heimsókn frá Alþjóðaviðskiptaráði Kína, CCPIT.


Beint flug WOW greiðir fyrir Indlandsviðskiptum

Beint flug WOW Air til Nýju-Delí, sem hefst í desember næstkomandi, mun greiða fyrir viðskiptum á milli Indlands og Íslands að mati ræðumanna á málþingi um tækifæri í Indlandsviðskiptum.


Alþingi hefur af neytendum 104 tonn af tollfrjálsum ostum

Neytendur verða á þessu ári af 104 tonnum af tollfrjálsum ostum frá Evrópusambandinu vegna breytinga Alþingis á frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning svokallaðra sérosta.


Málþing og aðalfundur Íslensk-indverska viðskiptaráðsins

Málþing um viðskipti, fjárfestingar og framleiðslu á Indlandi verður haldið 14. júní næstkomandi og að því loknu aðalfundur Íslensk-indverska viðskiptaráðsins.


Tollfríðindi fyrir fátækustu ríki heims nái til allra vara

FA leggur til að allar vörur frá fátækustu ríkjum heims njóti tollfrelsis á Íslandi, líka kjöt, mjólkurvörur og blóm. Þessar vörur eru undanþegnar tollfríðindum í nýju frumvarpi fjármálaráðherra.


Þjóðskrá og Reykjavíkurborg stefnt vegna fasteignagjalda

Fyrirtæki innan raða FA, sem þurfti að taka á sig tvöföldun fasteignagjalda á árunum 2014-2017, hefur stefnt Þjóðskrá og Reykjavíkurborg vegna útreiknings fasteignamats og álagningar fasteignagjalda.


Ísland gæti líka orðið frumkvöðull varðandi „belti og braut“

Ísland hefur oft gengið á undan öðrum Vestur-Evrópuríkjum í samskiptum við Kína og svo gæti einnig farið varðandi samstarf um „belti og braut“, að mati fyrrverandi sendiherra Íslands í Kína.