Aðalfundur FA 4. febrúar – takið daginn frá

07.01.2016
Aðalfundur 2015 8.5
Frá aðalfundi FA 2015.

Aðalfundur Félags atvinnurekenda verður haldinn 4. febrúar næstkomandi á veitingahúsinu Nauthóli. Á undan aðalfundarstörfum verður haldinn opinn fundur sem hefst kl. 14 og ber yfirskriftina „Skapandi greinar – hin nýja mjólkurkýr?“ Meðal frummælenda þar verða Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður og Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útón. Fleiri frummælendur og endanleg dagskrá verða kynnt nánar síðar, en við hvetjum félagsmenn og aðra áhugasama til að taka daginn frá.

Á aðalfundinum verður kjörið í stjórn félagsins. Að þessu sinni er kosið um þrjá meðstjórnendur til tveggja ára og einn meðstjórnanda til eins árs. Áfram sitja í stjórn til 2017 þeir Birgir Bjarnason formaður, sem var kjörinn á aðalfundi í fyrra til tveggja ára, og Bjarni Ákason meðstjórnandi, sem einnig var kjörinn í fyrra til tveggja ára.

Tillögur til lagabreytinga þurfa að berast stjórn félagsins í síðasta lagi þremur vikum fyrir aðalfund, þ.e. 14. janúar næstkomandi. Fram komin framboð til stjórnar og tillögur til lagabreytinga verða send félagsmönnum tveimur vikum fyrir aðalfund.

Nýjar fréttir

Innskráning