Morgunverðarfundur um útboðsmál

11.05.2016

Félag atvinnurekenda efnir til morgunverðarfundar um útboðsmál ríkisins þriðjudaginn 17. maí undir yfirskriftinni „Er ríkið lélegur neytandi? Vannýtt tækifæri í innkaupum og útboðsmálum ríkisins.“

Útboðsmál ríkisins hafa verið í brennidepli að undanförnu. Hægt er að spara skattgreiðendum háar fjárhæðir með skilvirkum útboðum. Útboð á vegum ríkisins þjóna jafnframt þeim tilgangi að ýta undir skilvirka samkeppni, neytendum til hagsbóta. Þessi mál verða rædd frá ýmsum hliðum á fundi FA.

Dagskrá:

Bruðl að bjóða ekki út
Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis

Hvar er pottur brotinn? Litið yfir úrskurðarframkvæmd kærunefndar
Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður kærunefndar útboðsmála

Topp tíu listinn – hvaða opinberar stofnanir fá flestar kærur vegna innkaupa?
Inga Skarphéðinsdóttir, lögfræðingur Félags atvinnurekenda

Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

Fundurinn er haldinn kl. 8.30 – 10.00 í fundarsal Félags atvinnurekenda á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Léttur morgunverður er í boði á fundinum, sem er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Skráning á fundinn hér neðar á síðunni. Athugið að velja réttan viðburð.

Inga Skarphéðinsdóttir Skuli Magnusson (1) Gudlaugur Thor

Nýjar fréttir

Innskráning