Gleðilega jólahátíð!

Félag atvinnurekenda sendir félagsmönnum sínum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár, með þökkum fyrir samfylgdina


ÍIV tekur þátt í viðskiptaþingi í Nýju Delí

Íslensk-indverska viðskiptaráðið tók þátt í skipulagningu viðskiptaþings um samstarfstækifæri Íslands og Indlands í Nýju Delí. Hér eru myndir frá viðburðinum.


Garðabær lækkar skatt á atvinnuhúsnæði – borgin ein eftir á höfuðborgarsvæðinu með skattinn í toppi

Garðabær lækkar álagningarhlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði. Reykjavíkurborg er þá eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu með skattinn í lögleyfðu hámarki.


Aumt yfirklór Íslandspósts

Íslandspóstur hafnar því að hafa gerst brotlegur við sátt sína við Samkeppniseftirlitið. Gögn málsins sýna hins vegar skýrlega fram á rangfærslur stjórnenda Póstsins um málefni ePósts.


Íslandspóstur þverbrýtur sátt við Samkeppniseftirlitið

Íslandspóstur hefur brotið tvö ákvæði sáttar við samkeppnisyfirvöld, annars vegar með því að reikna ekki vexti á lán til dótturfélagsins ePósts og hins vegar með því að ákveða samruna ePósts og móðurfélagsins án þess að afla leyfis Samkeppniseftirlitsins. Hundruð milljóna hafa tapast á ePósti.


ÍKV tók á móti fjölmennri viðskiptasendinefnd frá Hubei

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið tók á móti fjölmennri viðskiptasendinefnd frá Hubei, 60 milljóna manna héraði í Kína.


Skattgreiðendur fjármagni tap á Kínasendingum

Stjórnendur Íslandspósts hafa ekki viljað hækka umsýslugjald til að vega upp á móti tapi á Kínasendingum. Nú eru skattgreiðendur beðnir að fjármagna tapið, í stað þess að þeir sem nota þjónustuna beri kostnaðinn.


Keppt við allt sem hreyfist

Framkvæmdastjóri FA skrifar um samkeppnisrekstur Íslandspósts í „endahnút“ Viðskiptablaðsins.


Fjögur af stærstu sveitarfélögunum lækka skatta á atvinnuhúsnæði

Fjögur af tólf stærstu sveitarfélögum landsins leggja til lækkun fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í fjárhagsáætlun fyrir 2019. Að minnsta kosti eitt til viðbótar íhugar lækkun.


Stjórn ÍEV: Stjórnvöld klári þriðja orkupakkann og lagabreytingar vegna innflutnings á ferskvöru

Stjórn Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins hvetur stjórnvöld til að ljúka sem fyrst lagasetningu vegna þriðja orkupakkans og frjáls innflutnings á ferskum búvörum.