Vel heppnað indversk-íslenskt fyrirtækjastefnumót

Húsfyllir var á indversk-evrópsku fyrirtækjastefnumóti sem Íslensk-indverska viðskiptaráðið, Indversk-íslensku viðskiptasamtökin og sendiráð Indlands gengust fyrir í Húsi verslunarinnar.


Morgunverðarfundur ÍEV og FA 14. júní: „Brexit means Brexit: Season 2“

FA og Íslensk-evrópska viðskiptaráðið efna til morgunverðar-fundar 14. júní með franska þingmanninum Olivier Cadic, sem búsettur er í Bretlandi. Umræðuefnið er útganga Bretlands úr ESB, en þar hafa orðið kaflaskil með afsögn Theresu May.


Yfir 70% skattahækkun á sjö árum – FA hvetur sveitarfélög til að lækka fasteignaskatt

Allt stefnir í að skattheimta sveitarfélaganna af fyrirtækjum vegna fasteignagjalda hækki um vel yfir 70% á sjö árum. FA hvetur sveitarfélögin til að lækka fasteignaskatta.


Launatengd gjöld hafa hækkað um 60% frá aldamótum

Launatengd gjöld, sem atvinnurekandi þarf að greiða, hafa hækkað úr 13,48% af launum árið 2000 í 21,8% nú. Þetta er hækkun upp á 8,32 prósentustig, eða ríflega 60%. Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon hefur gert fyrir FA.


Indversk-íslenskt fyrirtækjastefnumót og aðalfundur ÍIV 7. júní

Indversk-íslenskt fyrirtækjastefnumót og aðalfundur Íslensk-indverska viðskiptaráðsins verða í húsakynnum FA 7. júní.


Kína og Ísland nýti „Belti og braut“ til að byggja upp jarðhitavirkjanir í þriðju ríkjum

Sendiherra Kína hvetur til þess að Ísland og Kína nýti „Belti- og braut“-verkefnið til að byggja upp jarðhitavirkjanir í þriðju ríkjum. Frásögn og upptaka af málþingi Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins um samstarf Íslands og Kína í orkumálum.


Skýrsla um þróun launatengdra gjalda kynnt á morgunverðarfundi

Skýrsla, sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon hefur unnið fyrir Félag atvinnurekenda um þróun launatengdra gjalda, verður kynnt á morgunverðarfundi miðvikudaginn 5. júní.


Röng og ólögmæt ákvörðun PFS

Félag atvinnurekenda gagnrýnir niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), sem hefur fallist á að veita Íslandspósti framlag úr galtómum jöfnunarsjóði alþjónustu. Lögmaður félagsins segir Póst- og fjarskiptastofnun í „júridiskum utanvegaakstri.“


Arfavitlausir blómatollar

Háir tollar eru lagðir á blóm, þrátt fyrir að þau teljist ekki til matvöru. Tollarnir halda uppi verði að þarflausu, enda er innlend framleiðsla langt frá því að anna markaðnum. Framkvæmdastjóri FA skrifar í Fréttablaðið.


EES breytti miklu fyrir frumkvöðlafyrirtæki

EES-samningurinn hefur reynst frumkvöðlafyrirtækjum mikilvægur. Vafasamt er að fyrirtæki á borð við Nox Medical eða Marel störfuðu hér á landi eða hefðu þróast í núverandi mynd, nyti hans ekki við. ÍEV og utanríkisráðuneytið stóðu fyrir málþingi um EES og frumkvöðla.