Lækkun matartolla væri skilvirk kjarabót

Verðkönnun ASÍ, sem sýnir að matarkarfan er langdýrust í Reykjavík af höfuðborgum norrænu ríkjanna, vekur athygli. Langflestar vörurnar í körfunni bera háa verndartolla. Lækkun þeirra væri skilvirk kjarabót fyrir almenning.


Efasemdir um krónuna en lítil stemning fyrir ESB

Skoðanir innan FA eru skiptar um framtíð krónunnar en drjúgur meirihluti svarenda í könnun félagsins segist andvígur ESB-aðild.


Tilefnis- og ábyrgðarlaust að viðra hugmyndir um uppsögn EES

Útflutningshagsmunum íslenskra fyrirtækja væri í hættu stefnt ef Ísland færi ekki að dómum Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins varðandi innflutning á ferskvöru. Það er tilefnis- og ábyrgðarlaust að viðra hugmyndir um uppsögn EES-samningsins, sagði framkvæmdastjóri FA á málþingi í HR.


Opinn fundur 14. febrúar: Hvað elskar markaðurinn?

Aðalfund FA ber upp á Valentínusardaginn 14. febrúar. Okkur finnst vel við hæfi að opni fundurinn á undan aðalfundarstörfum snúist um tilfinningasamband fyrirtækja og neytenda.


Könnun FA: Mest ánægja með lögfræðiþjónustuna

Félagsmenn Félags atvinnurekenda eru almennt ánægðir með þjónustu félagsins, en nota hana mismikið, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar FA meðal félagsmanna.


Félagsmenn ánægðir með baráttu FA

Mikill meirihluti félagsmanna FA er ánægður með frammistöðu félagsins í helstu baráttumálum þess, samkvæmt nýrri könnun. Yfir 80% svarenda í könnuninni telja félagið sýnilegt í baráttu sinni fyrir félagsmenn.


Fleiri telja ríkið ofrukka eftirlitsgjöld

70% félagsmanna í FA telja að eftirlitsgjöld ríkisins séu ekki í samræmi við raunkostnað vegna eftirlitið.


FA skrifar fjármálaráðherra: Beiti sér fyrir endurskoðun á fasteignagjöldum

FA skrifar fjármálaráðherra og hvetur hann til að taka upp viðræður við sveitarfélögin um hvernig koma megi útreikningi og álagningu fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði í „lögmætt, gegnsætt og skynsamlegt horf.“


Umsókn Póstsins um greiðslur úr jöfnunarsjóði er ólögmæt

Umsókn Íslandspósts um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna áranna 2013-2017 stenst ekki skilyrði laga og reglna og er þáttur í pólitísku leikriti að mati FA. Fyrirtækið hefur tjáð fjárlaganefnd að það ætli að nota fjármuni úr sjóðnum til að endurgreiða 1.500 milljóna króna lán frá skattgreiðendum.


Námskeið um grundvallaratriði í vinnurétti

Félag atvinnurekenda efnir til námskeiðs um grundvallaratriði í vinnurétti fyrir félagsmenn sína föstudaginn 1. febrúar.