Stjórnvöld íhugi leiðir til að aðstoða fyrirtæki

09.03.2020
Úr leiðara The Economist 7. mars 2020.

COVID-19 faraldurinn er þegar farinn að hafa veruleg áhrif í atvinnulífinu, ekki síst í ferðaþjónustu- og veitingageiranum. framkvæmdastjóri FA í Vikulokunum á Rás 1 laugardaginn 7. mars.

„Efnahagslegu áhrifin munu verða talsverð, að minnsta kosti af tveimur ástæðum. Annars vegar dregur úr eftirspurn. Fólk heldur að sér höndum, fer síður á veitingastaði eða skemmtanir og ferðast minna. Ferðaþjónustan og veitingageirinn eru væntanlega þær greinar sem fá skellinn fyrst. Síðan er hin ástæðan sú að alþjóðlegar virðiskeðjur riðlast. Hlutir sem eru framleiddir í Kína hafa til dæmis ekki borist inn í þessar keðjur undanfarnar vikur,“ sagði Ólafur.

Hann sagði að búast mætti við miklum erfiðleikumnú þegar í rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu- og veitingageiranum og jafnframt í fyrirtækjum sem þjónusta þessar greinar. „Að einhverju leyti geta stjórnvöld hjálpað mönnum að komast yfir erfiðasta hjállann vegna tekjuleysis um einhvern tíma. Seðlabankinn boðar aðgerðir til að reyna að rýmka lausafjárstöðu í fjármálakerfinu þannig að bankarnir geti stutt við bakið á sínum viðskiptavinum,“ sagði Ólafur.

Hann vitnaði í leiðara tímaritsins The Economist, þar sem stungið hefði verið upp á ýmsum aðgerðum stjórnvalda til að auðvelda fyrirtækjum að takast á við afleiðingar heimsfaraldursins. „Þar eru menn að leggja til að fyrirtækjum verði jafnvel gefinn einhver tímabundinn afsláttur eða frestur á sköttum, launatengdum gjöldum og öðru slíku. Það er eitthvað sem mögulega þarf að hugsa út í, því að það geta margir lent í tekjuleysi í einhvern tíma.“

Vikulokin 7. mars

Nýjar fréttir

Innskráning