Hvatt til lækkunar hæstu áfengisskatta í Evrópu

FA hélt áfram baráttu sinni gegn ofursköttum á áfenga drykki. FA birti tölur, sem annars vegar sýna að áfengisskattar á Íslandi eru þeir langhæstu í Evrópu og hins vegar að ríkið tekur í sinn hlut allt að 62% af verði bjórflösku, 73% af verði léttvínsflösku og 92% af verði vodkaflösku.

Tillögur félagsins um lækkun áfengisgjalds hlutu ekki brautargengi hjá stjórnvöldum frekar en undanfarin ár, en hins vegar var fallið frá hækkun á álagningu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, sem hefði fært hundruð milljóna króna úr vösum neytenda og í ríkissjóð.

Stjórn FA: Gera þarf betur í lækkun tryggingagjalds – áfengishækkanir gagnrýndar

Stjórn Félags atvinnurekenda samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum í dag: 

„Stjórn Félags atvinnurekenda fagnar því að áður boðuð lækkun tryggingagjalds skuli ganga eftir í fjárlagafrumvarpi ársins 2020. Stjórnin minnir hins vegar á að betur má ef duga skal. Gangi lækkunin eftir, verður tryggingagjaldið engu að síður rúmu prósentustigi …

Hæsta áfengisverð í Evrópu skýrist af hæstu áfengissköttunum – og enn á að hækka

Íslenskir fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um samanburð Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, á áfengisverði í Evrópu. Samkvæmt þeim samanburði er áfengisverð á Íslandi 168% hærra en meðaltalið í Evrópusambandinu, eða hátt í þrefalt meðalverðið. Eina landið sem kemst nálægt Íslandi hvað áfengisverð varðar er Noregur …

Ríkið ræður verðinu í Vínbúðinni

Félag atvinnurekenda hefur að gefnu tilefni reiknað nokkur dæmi um hlut ríkisins í verði áfengra drykkja. Hér er miðað við útsöluverð í vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins.

Útsöluverð í ÁTVR er vegna hárra skatta á áfengi að meðaltali hærra en útsöluverð í vínbúðum í öllum öðrum Evrópuríkjum …

Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay

Kristín H. Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima

Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna