Íslensk-evrópska viðskiptaráðið fór vel af stað

Íslensk-evrópska viðskiptaráðið (ÍEV) var stofnað 2018 til að stuðla að eflingu viðskiptatengsla Íslands og ESB og beina athygli að mikilvægi viðskiptasamninga þessara aðila fyrir atvinnulífið. Á fyrsta heila starfsári sínu stóð ráðið fyrir þremur opinberum viðburðum og átti í ýmsum samskiptum við stjórnvöld, bæði hér á landi og í Evrópusambandinu.

Ásamt FA skipulagði ráðið fund um þriðja orkupakkann í janúar. Í maí var samhliða aðalfundi ráðsins haldið málþing um EES-samninginn og starfsumhverfi frumkvöðlafyrirtækja, í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Í júní var haldinn morgunverðarfundur með franska öldungadeildarþingmanninum Olivier Cadic, sem fjallaði um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Þriðji orkupakkinn er ekki stóra breytingin

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir að raforkulöggjöf Evrópusambandsins, sem tekin hafi verið upp í EES-samninginn, hafi haft í för með sér miklar umbætur á íslenskum orkumarkaði og þjónað íslenskum hagsmunum vel. Stóra breytingin í þeim efnum hafi orðið með raforkulögum, sem sett voru 2003, en þriðji orkupakkinn svokallaði sé aðeins viðbót við þá stóru breytingu. Á fundi FA og Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins …

EES breytti miklu fyrir frumkvöðlafyrirtæki

EES-samningurinn hefur reynst frumkvöðlafyrirtækjum mikilvægur. Vafasamt er að fyrirtæki á borð við Nox Medical eða Marel störfuðu hér á landi eða hefðu þróast í núverandi mynd, nyti hans ekki við. Þetta var á meðal þess sem fram kom á málþingi Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins og utanríkisráðuneytisins um EES-samninginn og starfsumhverfi frumkvöðlafyrirtækja, sem haldið var í gær í húsakynnum Félags atvinnurekenda. Horfa má á upptöku …

Brexit án samnings væri ringulreið fyrir viðskiptalífið

Ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu án samnings þýðir það algjöra ringulreið fyrir viðskiptalífið, sagði franski athafnamaðurinn og öldungadeildarþingmaðurinn Olivier Cadic á morgunverðarfundi FA og Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins í morgun. Cadic, sem hefur rekið fyrirtæki í Bretlandi í 22 ár, sagðist enn ekki hafa hitt breskan athafnamann sem teldi tækifæri felast í Brexit.

Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay

Kristín H. Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima

Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna