Kjarasamningar

Almennt um kjarasamninga

Félag atvinnurekenda hefur beitt sér fyrir hagstæðum kjörum félagsmanna sinna á sviði kjaramála og eitt af þeim verkum er gerð kjarasamninga. Kjarasamningar hafa að geyma lágmarkskjör fyrir alla launamenn í þeirri starfsgrein sem samningurinn tekur til og því mega atvinnurekendur og einstakir launamenn ekki gera samning sem kveður á um lakari kjör.

Mikilvægt er fyrir atvinnurekendur að þekkja vel það lagaumhverfi sem gildir um vinnuréttarsamninga og því  hvetur Félag atvinnurekenda félagsmenn til að leita til lögfræðinga FA ef þeir eru í vafa um kjaramál.

Kjarasamningar eru  samningar á milli sambands atvinnurekenda og stéttarfélags þar sem samið er um lágmarkskjör starfsmanna. Núna eru í gildi fimm kjarasamningar sem Félag atvinnurekenda hefur gert fyrir hönd félagsmanna sinna.

Gildandi kjarasamningur Félags atvinnurekenda og Félags lykilmanna var undirritaður 5. september 2018. Samningurinn er ótímabundinn.

Kjarasamningur FA og FLM

Kjarasamningur  milli Grafíu – stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum og Félags atvinnurekenda/Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA)

Kjarasamningur Grafíu og SíA/FA 17. desember 2022

Samningur Grafíu og SÍA/FA 21. maí 2019 hér

Samningur Grafíu og SÍA/FA 26. janúar 2016 hér

Samningur Grafíu og  SÍA/FA 8. júlí 2015 hér

Samningur FGT og SÍA 13. mars  2014 hér

Samningur FGT og SÍA viðbót 11. mars 2011 hér

Samningur FGT og SÍA heildarsamningur 2010 hér

Núgildandi kjarasamningur á milli Lyfjafræðingafélags Íslands og Félags atvinnurekenda var undirritaður þann 8. júlí 2010. Samningurinn er ótímabundinn. Samninginn  má sjá hér.

Félag atvinnurekenda og Rafiðnaðarsamband Íslands.

 

Kjarasamningur FA og RSÍ 17. desember 2022

Samningur FA og RSÍ 14. júní 2019 hér

Samningur FA og RSÍ 25. janúar 2016 hér

Samningur FA og RSÍ  10. september 2015 hér

Samningur FA og RSÍ  13. mars 2014 hér

Samningur FA og RSÍ 17.maí 2011 hér

Uppfærðan heildarsamning aðila, í samræmi við bókun með kjarasamningi 10. september 2015 má finna hér

Kjarasamningur FA, VR og Landssambands íslenzkra verzlunarmanna frá 13. desember 2022

Lífskjarasamningur FA og VR frá 5. apríl 2019

Kjarasamningur FA, VR og Landssambands íslenzkra verzlunarmanna frá 5. apríl 2019

Heildarkjarasamningur milli FA og VR/LÍV frá 13. desember 2022. Gildir til 1. febrúar 2024.

Kjararáð FA

Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna félagsmanna sinna, sem og annarra, í kjaraviðræðum við VR/LÍV, Rafiðnaðarsamband Íslands, Grafíu – stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum og Lyfjafræðingafélag Íslands. Gerð kjarasamninga er í höndum kjararáðs félagsins sem skal skipað fimm mönnum. Þrír eru kjörnir á aðalfundi félagsins til þriggja ára í senn og auk þeirra sitja í kjararáði formaður FA og framkvæmdastjóri.

Í kjararáði sitja:

Guðrún Ragna Garðarsdóttir formaður Félags atvinnurekenda

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

Eiríkur Guðleifssson, fjármálastjóri Hvíta hússins

María Bragadóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Ósa (móðurfélags Icepharma og Parlogis)

Þorvaldur Guðmundsson verkefnastjóri og eigandi hjá Reykjafelli hf.

Innskráning