Starfsmenntasjóður

Starfsmenntasjóður verslunarinnar var stofnaður á grundvelli kjarasamnings á milli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og LÍV annars vegar og Félags atvinnurekenda hins vegar sem tók gildi 1. febrúar árið 2000.

Markmið sjóðsins er að auka hæfni og menntun starfsmanna, ásamt því að stuðla að auknu framboði af námi og námsefni sem svari þörfum atvinnulífsins á hverjum tíma.

Umsækjendur skulu fylla út rafræna umsókn, sjá neðar á síðunni.
Stjórn sjóðsins skipa:

  •  Ingibjörg Ósk Birgisdóttir formaður (VR)
  •  Selma Kristjánsdóttir (VR/LÍV)
  •  Anna Kristín Kristjánsdóttir (FA)
  •  Bjarndís Lárusdóttir (FA)

Umsókn um styrk vegna námskeiða

Umsókn um styrk vegna námsgagnagerðar úr Starfsmenntasjóði verslunarinnar

Fræðslustjóri að láni.

Fræðslusstjóri að láni er samvinnuverkefni 8 starfsmenntasjóða.  Fyrirtæki geta sótt um að fara af stað með verkefnið Fræðslustjóri að láni sem byggir á að lána mannauðsráðgjafa til fyrirtækja, sérhæfðan í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu-og þjálfunarmál fyrirtækisins, vinnur þarfagreiningu á fræðslu starfsmanna og vinnur fræðsluáætlun sem fyrirtækið nýtir til að mæta þörfum starfsmanna sinna. Fyrirtæki bera ekki kostnað af þessu verkefni.

Umsókn um fræðslustjóra að láni