Reglur starfsmenntasjóðsins

Starfræktur skal starfs- og endurmenntunarsjóður með það að markmiði að stuðla að aukinni færni og menntun starfsmanna.   Greiðslur úr sjóðnum geta einnig staðið undir gerð námsefnis og stuðla að fjölbreyttu námsframboði fyrir atvinnugreinina.

Félagsmenn VR og annarra aðildarfélaga LÍV skulu sækja um styrk beint til stéttarfélaganna. Fyrirtæki sem aðild eiga að Félagi atvinnurekenda skulu beina umsóknum um styrki til Félags atvinnurkenda. Stjórn sjóðsins skal skipuð tveimur aðilum frá hvorum samningsaðila og skal hún setja sjóðnum starfsreglur um hvernig greiðslum úr sjóðnum skal háttað.

Framlag vinnuveitenda í sjóðinn skal vera 0,3% af sama launastofni og lífeyrissjóðsiðgjöld eru reiknuð. Stéttarfélögin skulu greiða mótframlag, sem nemur 0,05% af sama stofni.

Reglur sjóðsins frá 14. mars 2016

Breytingar gagnvart fyrirtækjum taka gildi strax, en gagnvart félagsmönnum taka þær að fullu gildi 2017. Aðlögunartímabil er því eitt ár, sem felur í sér að félagsmenn sem eiga réttindi í sjóðnum geta sótt um styrk samkvæmt því kerfi sem hentar þeim best.  Þeir sem eiga mörg uppsöfnuð stig í sjóðnum fá tækifæri að nýta þau til ársloka 2016.  Á sama tíma fá þeir félagsmenn sem hagnast meira á nýju reglunum tækifæri til að sækja um samkvæmt þeim. Ef valið er að fylgja nýju reglunum er ekki hægt að fá úthlutað samkvæmt eldri reglunum aftur.