Líflegt starf Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, sem hefur nú starfað á vegum FA í nærri 25 ár, gekkst á árinu fyrir ýmsum viðburðum og tók á móti fjölda kínverskra viðskiptasendinefnda.

Í febrúar var efnt til áramótafagnaðar ásamt Kínversk-íslenska menningarfélaginu, í tilefni af því að ár svínsins gekk í garð. Í maí var haldið fjölsótt málþing um samstarf Íslands og Kína í orkumálum. Í nóvember tók ÍKV þátt í China International Import Expo í Sjanghæ í Kína ásamt nokkrum aðildarfyrirtækjum.

ÍKV og KÍM fagna ári svínsins

Í tilefni af kínversku áramótunum munu Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og Kínversk-íslenska menningarfélagið fagna ári svínsins þriðjudaginn 5. febrúar kl. 19.00 á Veitingahúsinu Sjanghæ, Reykjavíkurvegi 74 í Hafnarfirði. Nýárskvöldverður ÍKV og KÍM er orðinn árviss viðburður. Borðhaldið hefst kl. 19.30.

Ræðumenn kvöldsins verða Jin Zhijian, sendiherra Kína í Reykjavík, og Helgi Steinar Gunnlaugsson, uppistandari og framkvæmdastjóri Kínverskrar ráðgjafar, en hann bjó um árabil í Kína.

Kína og Ísland nýti „Belti og braut“ til að byggja upp jarðhitavirkjanir í þriðju ríkjum

Samstarf Kína og Íslands í orkumálum stendur á gömlum merg en hefur vaxið gífurlega á undanförnum árum og framtíðarmöguleikarnir eru miklir. Þetta var á meðal þess sem fram kom á málþingi Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins, sem haldið var í tengslum við aðalfund ráðsins. Upptöku af málþinginu má sjá í spilaranum hér að neðan.

Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay

Kristín H. Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima

Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna