Mikilvægt hlutverk lyfja- og heilbrigðisvörufyrirtækja

FA beitti sér talsvert í þágu félagsmanna í lyfja- og heilbrigðisvörugeiranum. M.a. vakti félagið athygli á því mikilvæga hlutverki sem þessi fyrirtæki gegndu við að tryggja öryggi almennings í faraldrinum.

FA var í hópi samtaka sem undirrituðu nýjan samning við Læknafélag Íslands um samskipti lækna og fyrirtækja sem framleiða og flytja inn lyf.

Undir lok ársins beitti FA sér, ásamt fleiri samtökum, gegn áformum um breytingar á verðlagningu lyfja, sem hefðu að óbreyttu stefnt lyfjaöryggi landsmanna í hættu. Fallið var frá breytingunum og boðað aukið samráð við lyfjafyrirtækin.

Ómissandi hluti heilbrigðiskerfisins

Stöð 2 sagði frá því á laugardagskvöldið að birgðastaða lyfja á Íslandi hefði sjaldan verið betri og áhyggjur af lyfjaskorti væru ástæðulausar. Þessi góða staða er langt frá því að vera sjálfsögð. Að baki liggur þrotlaus vinna fjölmargra starfsmanna einkafyrirtækja sem þjónusta heilbrigðisgeirann með innflutningi og dreifingu á lyfjum og heilbrigðisvörum. Framlag þessara þjónustufyrirtækja og starfsmanna þeirra hefur verið gríðarlega mikilvægt í baráttunni við COVID-19 …

Læknar og samtök lyfjafyrirtækja skrifa undir nýjan samning um samskipti

Félag atvinnurekenda, ásamt tvennum öðrum samtökum sem gæta hagsmuna lyfjafyrirtækja, undirritaði í gær nýjan samning við Læknafélag Íslands um samskipti lækna og fyrirtækja sem framleiða og flytja inn lyf.

Samningurinn var undirritaður við setningu Læknadaga í Hörpu. Aðild að honum eiga auk FA og LÍ Frumtök …

Lyfjaöryggi í hættu stefnt

Verðlagning lyfja á Íslandi hefur mikla sérstöðu, sökum þess að hún er að stærstum hluta ákveðin af hinu opinbera. Þessu fyrirkomulagi fylgir mikil ábyrgð enda þarf að viðhalda þar eðlilegu jafnvægi á milli þess sem kaupendur vilja greiða og þess verðs sem að seljendur eru tilbúnir til að samþykkja. Fari stjórnvöld fram úr sér við beitingu þessa valds leiðir það augljóslega til þess að seljendum fækkar og skortur …

Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Fagkaupa

Hildur Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Satúrnusar og Ömmu músar

Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar

Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Leiðtogaþjálfunar / Dale Carnegie