Nýr formaður FA kjörinn á aðalfundi

Nýr formaður tók við á aðalfundi Félags atvinnurekenda, sem haldinn var í febrúar. Það er Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness.
Þema aðalfundarins var „Áskorendurnir – fyrirtækin sem hristu upp í markaðnum“ og fengu erindi frumkvöðlanna sem tóku til máls á fundinum verðskuldaða athygli fjölmiðla.

Myndir frá aðalfundi FA

Opni fundurinn í upphafi aðalfundar Félags atvinnurekenda í gær var vel sóttur og gerður góður rómur að erindum frummælenda. Yfirskriftin var „Áskorendurnir – fyrirtækin sem hristu upp í markaðnum“ og er óhætt að segja að margir af frummælendunum hafi líka hrist upp í salnum. Hér má sjá myndir Kristínar Bogadóttur ljósmyndara frá fundinum.

Magnús Óli kjörinn formaður FA

Ný stjórn Félags atvinnurekenda var kjörin á aðalfundi félagsins í gær. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildsölunnar Innness, tekur við formennsku af Birgi S. Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Íslensku umboðssölunnar, sem verið hefur formaður félagsins undanfarin fjögur ár. Magnús Óli hefur setið í stjórn FA í þrjú ár og undanfarið ár verið varaformaður félagsins.

Erindi áskorendanna

FA hélt í gær fjölmennan fund á undan aðalfundi félagsins, undir yfirskriftinni „Áskorendurnir – fyrirtækin sem hristu upp í markaðnum“. Upptökur af erindunum og glærur framsögumanna eru nú aðgengileg hér á vefnum.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins og formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA)

Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins