Samkeppni ríkisins við einkafyrirtæki andæft

FA beitti sér með margvíslegum hætti gegn ósanngjarnri samkeppni ríkisfyrirtækisins Íslandspósts við einkafyrirtæki. Sáttargjörð Íslandspósts og Samkeppniseftirlitsins olli vonbrigðum og virtist lítil áhrif hafa á hegðun ríkisfyrirtækisins, sem hélt áfram að reyna að bola einkareknum keppinautum af markaði.

Undir lok árs ritaði FA stjórn Íslandspósts bréf, þar sem vakin var athygli á þeirri ábyrgð sem stjórnin ber lögum samkvæmt á rekstri fyrirtækisins og óskað svara um ýmsa þætti í rekstrinum sem snúa að samkeppni við einkafyrirtæki.

Einokunin hækkar um 62,5% á fimm árum – samkeppnin ekki neitt

Verðskrá Íslandspósts fyrir bréf, sem fyrirtækið hefur einkarétt á að dreifa, hækkaði enn og aftur í síðustu viku, að þessu sinni um 11%. Þetta er sjöunda hækkunin á einkaréttarþjónustu fyrirtækisins á tæpum fimm árum og hefur sú þjónusta hækkað um 62,5% frá því í júlí 2012. Á sama tíma hefur gjaldskrá fyrir dreifingu fjölpósts, þar sem Íslandspóstur á í samkeppni, ekki hækkað um krónu.

Ráðherra sjái til þess að upplýsingagjöf Íslandspósts sé í samræmi við reglur

Félag atvinnurekenda hefur skrifað Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra bréf og beðið hann um að hlutast til um að upplýsingagjöf og reikningsskil Íslandspósts séu í samræmi við lög og reikningsskilastaðla, þannig að því sé rækilega haldið til haga hvernig fyrirtækið aðskilur einkaréttarstarfsemi sína og samkeppnisrekstur. Ráðherra fer með allt hlutafé í Íslandspósti og tilnefnir alla stjórnarmenn í fyrirtækinu.

Farið um Íslandspóst silkihönskum – tortryggnin áfram til staðar

Sátt milli Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts var kynnt fyrir helgi. Með sáttinni gengur Íslandspóstur að ýmsum skilyrðum Samkeppniseftirlitsins um aðskilnað samkeppnis- og einkaréttarreksturs og að komið verði í veg fyrir að samkeppnisreksturinn sé niðurgreiddur með tekjum af einkaréttinum. Markmiðið er sagt að vinna gegn því vantrausti og tortryggni, sem hafi verið ríkjandi gagnvart Íslandspósti á markaðnum undanfarin ár.

Eftirlitsnefnd með samkeppnisháttum Íslandspósts enn ekki skipuð

Tíu vikum eftir að sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts var kunngjörð, hefur eftirlitsnefndin, sem á að fylgjast með því að ríkisfyrirtækið fari að skilmálum sáttarinnar, enn ekki verið skipuð. Félag atvinnurekenda hvetur til þess að bætt verði úr því hið fyrsta.

Íslandspóstur stöðvaður í að bola keppinautum af póstmarkaði

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) tók í morgun bráðabirgðaákvörðun, þar sem frestað er gildistöku ákvörðunar Íslandspósts um að fella niður viðbótarafslætti hjá söfnunaraðilum á póstmarkaði. Söfnunaraðilar eru fyrirtæki á borð við Burðargjöld og Póstmarkaðinn, sem safna pósti frá stórnotendum og miðla áfram til Íslandspósts, sem hefur einkarétt á dreifingu bréfa undir 50 grömmum.

Hætta á að til verði einkavæddur Póstur með ósanngjarnt samkeppnisforskot

Félag atvinnurekenda fagnar í umsögn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins áformum um að afnema einkarétt Íslandspósts á dreifingu léttari bréfa og efla samkeppni á póstmarkaði. Félagið bendir hins vegar á að til þess að svo megi verða, þurfi að svara spurningum um uppruna þeirra fjármuna …

Hvaðan kemur fjármagnið í samkeppnisrekstri Íslandspósts?

Félag atvinnurekenda hefur sent stjórn Íslandspósts (ÍSP) bréf, þar sem óskað er svara við ýmum spurningum sem varða samkeppnishætti fyrirtækisins.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins og formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA)

Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins