Skýrsla um launatengd gjöld: Hækkun um 60% frá aldamótum

Í framhaldi af félagakönnunum síðustu ára, þar sem félagsmenn hafa hvatt félagið til að setja baráttu gegn síhækkandi launatengdum gjöldum á oddinn, fékk FA ráðgjafarfyrirtækið Intellecon til að vinna skýrslu um þróun launatengds kostnaðar fyrirtækja frá aldamótum. Niðurstöðurnar reyndust sláandi; launatengdur kostnaður hefur hækkað um 60% á tímabilinu.

Skýrslan fékk mikla athygli í fjölmiðlum og hefur FA síðan unnið að því að koma henni á framfæri við ýmsa aðila.

Launatengd gjöld hafa hækkað um 60% frá aldamótum

Launatengd gjöld, sem atvinnurekandi þarf að greiða af miðlungslaunum, hafa hækkað úr 13,48% af launum árið 2000 í 21,8% nú. Þetta er hækkun upp á 8,32 prósentustig, eða ríflega 60%. Þetta er á meðal niðurstaðna nýrrar skýrslu, Hvað greiðir launagreiðandinn í raun? Þróun síðustu ára, sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon hefur gert fyrir Félag atvinnurekenda. Skýrslan var kynnt á morgunverðarfundi í morgun, en hægt er að horfa á upptöku af fundinum …

Það sem fer ekki í launaumslagið

Hátt hlutfall launakostnaðar skerðir samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtækja, um það þarf varla að deila. Í úttekt Fréttablaðsins í fyrra kom fram að launakostnaður væri um 32% af tekjum hjá Icelandair, samanborið við 22% og 21% hjá keppinautunum í SAS og British Airways. Í veitingageiranum, sem stendur mjög höllum fæti þessa dagana, eru dæmi um að yfir 50% af tekjum fari í laun.

Þórarinn Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði …

Stjórn FA: Gera þarf betur í lækkun tryggingagjalds – áfengishækkanir gagnrýndar

„Stjórn Félags atvinnurekenda fagnar því að áður boðuð lækkun tryggingagjalds skuli ganga eftir í fjárlagafrumvarpi ársins 2020. Stjórnin minnir hins vegar á að betur má ef duga skal. Gangi lækkunin eftir, verður tryggingagjaldið engu að síður rúmu prósentustigi hærra en það var árið 2007, eða 6,35% af launagreiðslum í stað 5,34%.

Stjórn FA minnir á niðurstöður skýrslu, sem Intellecon …

Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay

Kristín H. Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima

Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna