Tekist á um eftirlitsgjöld

FA hélt áfram að aðstoða félagsmenn, sem telja ríkið leggja á sig ósanngjörn eftirlitsgjöld, sem ekki eru í samræmi við raunkostnað eða standast ekki formkröfur sem dómstólar hafa gert til slíkra gjalda.

Einna hörðust var rimman um 75 þúsund króna gjald, sem heilbrigðisráðuneytið ákvað að leggja á hverja tilkynningu til Neytendastofu um markaðssetningu á rafrettum og tengdum vörum. FA leitaði liðsinnis umboðsmanns Alþingis, sem gekk hart á eftir rökstuðningi ráðuneytisins fyrir gjaldinu, með takmörkuðum árangri.

Umboðsmaður vinnur nú að frumkvæðisathugun á gjaldtöku stjórnvalda í formi skatta og þjónustugjalda og vonast FA til að geta lagt sitt af mörkum við þá athugun.

Tilefni til málsóknar vegna 75.000 króna eftirlitsgjalds á rafrettur

Velferðarráðuneytið hefur engar upplýsingar veitt um kostnaðarútreikninga að baki 75.000 króna gjaldi, sem lagt er á hverja tilkynningu um markaðssetningu á rafrettum og vörum þeim tengdar, en heilbrigðisráðherra setti reglugerð þessa efnis í byrjun september. Erindi Félags atvinnurekenda vegna reglugerðarinnar, sem sent var ráðuneytinu í september, var loks svarað rétt fyrir jól, eftir að FA hafði kvartað til umboðsmanns Alþingis …

Fleiri telja ríkið ofrukka eftirlitsgjöld

Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi atvinnurekenda, eða 70%, telur að eftirlitsgjöld ríkisins séu ekki í samræmi við raunkostnað við eftirlitið og er hlutfall félagsmanna sem telja ríkið ofrukka talsvert hærra en undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýrri könnun FA meðal félagsmanna.

Spurt var í könnuninni hversu sammála eða ósammála fyrirtækin væru fullyrðingunni „Eftirlitsgjöld hins opinbera eru í samræmi við raunkostnað við eftirlitið.“ Aðeins 10% sögðust sammála eða mjög sammála, en 70% segjast ósammála …

Umboðsmaður spyr um kostnaðargrunn eftirlitsgjalds á rafrettur

Umboðsmaður Alþingis hefur krafið heilbrigðisráðuneytið svara um kostnaðargrunn 75.000 króna eftirlitsgjalds, sem lagt er á hverja tilkynningu til Neytendastofu vegna markaðssetningar rafrettna og tengdra vara. Félag atvinnurekenda kvartaði við umboðsmann vegna fjárhæðar gjaldsins og málsmeðferðar ráðuneytisins í desember síðastliðnum. Að mati félagsins er gjaldtakan mjög íþyngjandi fyrir innflytjendur rafrettna og tengdra vara og felst …

Eftirlitsgjöld á rafrettur: Umboðsmaður krefur ráðuneytið um rökstuðning

Umboðsmaður Alþingis hefur, í framhaldi af kvörtun Félags atvinnurekenda, krafið heilbrigðisráðuneytið um rökstuðning fyrir því að 75.000 króna gjald vegna tilkynninga um markaðssetningu á rafrettum standist lög og grundvallarreglur stjórnsýsluréttar um þjónustugjöld. Umboðsmaður segir í erindi sínu til ráðuneytisins að ýmsir kostnaðarliðir, sem ráðuneytið hefur tínt til að gjaldið eigi að standa undir, virðist almenns eðlis og ekki ljóst að þeir falli til …

Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay

Kristín H. Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima

Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna