Hvað er FA?

Félag atvinnurekenda var stofnað 21. maí 1928 af 20 stórsöluverslunum og í dag eru um 180 fyrirtæki í félaginu. Flest eru í sjálfstæðum rekstri sem einkennist oft af því að eigendur reka þau sjálfir.

Félag atvinnurekenda eru hagsmunasamtök lítilla sem stórra fyrirtækja í inn- og útflutningi, heildsölu og smásölu. Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna aðildarfyrirtækja sinna með því að vera framvörður heilbrigðra verslunarhátta sem tryggir réttlátar leikreglur í samkeppni og eflir hag viðskipta og verslunar á Íslandi.

 

Félag atvinnurekenda hefur látið til sín taka m.a. á:

  • opinberum innkaupum
  • samkeppnismálum
  • skatta- og tollamálum
  • almennum efnahagsmálum
  • vinnuréttarmálum

Félag atvinnurekenda fer einnig með gerð kjarasamninga og semja við Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Landssamband íslenskra verzlunarmanna, Rafiðnaðarsamband Íslands og Lyfjafræðingafélag Íslands. Í tengslum við þau mál þá veita félagið félagsmönnum ókeypis lögfræðilega þjónustu um túlkun kjarasamninga og aðstoð í ágreiningsmálum er upp kunna að koma á vinnustað.

 

Markmið og framtíðarsýn Félags atvinnurekenda er að efla hlutverk félagsins sem hagsmunagæsluaðila. Lögð er áhersla á viðeigandi faghópastarf sem stutt er af öflugri lögfræðiþjónustu og fræðslustarfi. Jafnfram leitast Félag atvinnurekenda eftir því að vera bakhjarl og málsvari félagsmanna á opinberum vettvangi og veita stuðning í formi fræðslu um vinnumarkaðsmál og rekstur fyrirtækja.