Úr starfsemi ársins 2018

forsidumynd

Fréttir og fjölmiðlar

Ársskýrsluvefur 2018

Enn á ný gefur Félag atvinnurekenda út rafræna ársskýrslu. Félagið lét fjölda mála til sín taka á árinu 2018 fyrir hönd félagsmanna sinna og stóð fyrir ýmsum viðburðum. Níutíu ára afmæli félagsins setti svip sinn á árið. Smelltu á fyrirsagnirnar hér á síðunni til að kynna þér málin betur.

Baráttan fyrir lækkun fasteignaskatta bar árangur

Eitt af helstu baráttumálum FA á árinu var lækkun fasteignaskatta fyrirtækja, en með gífurlegum hækkunum fasteignamats hefur skattbyrði fyrirtækja vegna húsnæðis þyngst mjög …

Lestu meira

Þrír milljarðar endurheimtir fyrir fyrirtækin

Lögmaður Félags atvinnurekenda hefur á undanförnum árum höfðað mál í þrígang vegna útboðsgjalda, sem ríkið hefur lagt á félagsmenn í FA og önnur innflutningsfyrirtæki vegna úthlutunar á tollfrjálsum innflutningskvótum vegna búvara. Öll málin hafa unnist, með þeim árangri að ríkið hefur þurft að endurgreiða … Lestu meira

Gagnrýnin á Íslandspóst fær vaxandi hljómgrunn

Félag atvinnurekenda hefur árum saman gagnrýnt rekstur Íslandspósts ohf. sem hefur seilst æ lengra í samkeppni við einkafyrirtæki á ýmsum mörkuðum. FA hélt áfram uppi harðri gagnrýni á Póstinn, sem fékk vaxandi hljómgrunn undir lok ársins er í ljós kom að …

Lestu meira

Tímamótasamningur við FLM

FA skrifaði undir fyrsta kjarasamninginn sem Félag lykilmanna gerir við samtök vinnuveitenda. Samningurinn er frábrugðinn flestum öðrum kjarasamningum að því leyti að hann inniheldur ekki launalið, heldur fjallar fyrst og fremst um …

Lestu meira

Könnun FA: Mest ánægja með lögfræðiþjónustuna

Félagsmenn FA eru almennt ánægðir með þjónustu félagsins en notuðu hana mismikið á árinu 2018, samkvæmt niðurstöðum könnunar meðal félagsmanna. Sú þjónusta félagsins sem flestir nota, eða 68%, er lögfræðiþjónustan.

Lestu meira

Sigrar og ósigrar í tollamálum

Eins og undanfarin ár voru tollamál sá málaflokkur sem FA lagði einna mesta vinnu í. Félagið studdi við bakið á félagsmönnum í málssóknum vegna ofurtolla og hélt áfram uppi gagnrýni á fyrirkomulag útboðs á tollkvóta. … Lestu meira

Hátíðahöld vegna 90 ára afmælis

Félag atvinnurekenda, sem upphaflega hét Félag íslenskra stórkaupmanna, átti 90 ára afmæli 21. maí. Haldið var upp á afmælið fyrr í maímánuði með glæsilegri afmælisráðstefnu í Gamla bíói, þar sem efnið var „Aldamótakynslóðin … Lestu meira

Jafnt kynjahlutfall í stjórn FA í fyrsta sinn

Í fyrsta sinn var jafnt hlutfall karla og kvenna í stjórn FA að loknu stjórnarkjöri á aðalfundi.

Aðalfundur félagsins bar að þessu sinni yfirskriftina Áskoranir fjórðu iðnbyltingarinnar … Lestu meira

Dómum um innflutning ferskvöru fylgt fast eftir

FA fagnaði dómi Hæstaréttar, þess efnis að bann við innflutningi á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk bryti í bága við EES-samninginn, en EFTA-dómstóllinn hafði áður komist að sömu niðurstöðu …

Lestu meira

Reynt að drepa í rafrettunni með reglufargani

Setning laga og reglna um nýlega atvinnugrein, innflutning og sölu á rafrettum, varð FA tilefni til harðrar gagnrýni á stjórnvöld.

Félagið andæfði nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra um löggjöf um rafrettur …

Lestu meira

Beint flug eflir Indlandsviðskipti

Á aðalfundi Íslensk-indverska viðskiptaráðsins (ÍIV), sem FA hýsir og rekur, kom fram að beint flug WOW air til Nýju Delí myndi greiða fyrir viðskiptum Íslands og Indlands.  Lestu meira

Jákvæðari afstaða gagnvart jafnlaunavottun

Árleg skoðanakönnun FA meðal félagsmanna sýndi jákvæðari afstöðu þeirra gagnvart jafnlaunavottun, sem nú hefur verið leidd í lög.

Lestu meira

Lækkun tryggingagjalds fagnað – en betur má ef duga skal

FA fagnaði ákvæðum fjárlagafrumvarps fyrir árið 2019 um lækkun tryggingagjalds, enda hefur hún verið eitt helsta baráttumál félagsins undanfarin ár.

Lestu meira

Nýtt viðskiptaráð setur viðskipti Íslands og ESB í fókus

FA stóð fyrir stofnun nýs milliríkjaviðskiptaráðs, Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins (ÍEV). Tilgangurinn með stofnun ráðsins var að setja í fókus viðskipti Íslands og ESB … 

Lesa meira

Góður gangur í starfi Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, sem FA hýsir og rekur, hélt fjölda funda á árinu. Meðal annars var ári hundsins fagnað í samstarfi við Kínversk-íslenska menningarfélagið og haldið málþing um „Belti og braut“, frumkvæði kínverskra stjórnvalda …

Lesa meira

Varað við innstæðulausum launahækkunum

FA hélt fundi og sendi frá sér greinar og fréttir til að reyna að auka vitund í samfélaginu um mikilvægi þess að gera skynsamlega kjarasamninga.

Lesa meira

#metoo í brennidepli

#metoo-byltingin, sem hófst á árinu 2017, var áfram í brennidepli á árinu. Í byrjun árs var FA í hópi fyrirtækja og samtaka sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum …

Lesa meira

Aukið samstarf FA og SFÚ

FA efldi á árinu samstarf sitt við samstarfsfélagið SFÚ, Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda. Félögin stóðu að sameiginlegum greinaskrifum og umsögnum til stjórnvalda um málefni sjálfstæðra fiskvinnslufyrirtækja.

Lesa meira

Baráttan fyrir virkri samkeppni

Eitt helsta hlutverk FA er að halda á lofti gildi virkrar samkeppni á öllum sviðum efnahagslífsins. Félagið lagði orð í belg um hvernig efla mætti samkeppni … 

Lesa meira

Samstarf við borgaryfirvöld um úrbætur á vörudreifingu í miðborginni

FA tók höndum saman við félagsmenn sína í heildsölu og matvörudreifingu og rekstraraðila hótela og veitingahúsa í miðborg Reykjavíkur og leitaði eftir samstarfi við borgaryfirvöld um leiðir til að tryggja greiðari vörudreifingu …

Lesa meira

Þarfir félagsmanna fyrir fræðslu kannaðar

Í framhaldi af stefnumótun FA haustið 2017 var farið í vinnu við að efla stuðning við félagsmenn í fræðslu- og menntamálum, sem jafnframt miðar að því að nýta betur þá fjármuni sem félagsmenn hafa lagt í Starfsmenntasjóð verslunarinnar.

FA fékk ráðgjafarfyrirtækið Attentus til að …

Lesa meira

Félagsmenn ánægðir með baráttu FA

Mikill meirihluti félagsmanna Félags atvinnurekenda er ánægður með frammistöðu félagsins í helstu baráttumálum þess árið 2018, samkvæmt könnun meðal …

Lesa meira

Ólafur Adolfsson, lyfsali í Apóteki Vesturlands.

Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova

Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line Íslandi.

Svikin loforð um þjóðarsamtal

Nýr landbúnaðarráðherra þrengdi á ný þann hóp, sem á að fjalla um endurskoðun búvörusamninga. FA andmælti því að loforð um breitt samráð og „þjóðarsamtal“ væru þannig svikin. Lestu meira

Vinnutími ekki styttur með lagaboði

Félagið ítrekaði þá afstöðu sína að vinnutími Íslendinga verði ekki styttur eða framleiðni aukin með lagaboði frá Alþingi, þótt hvort tveggja séu æskileg markmið. Lestu meira

FA styður frelsi á leigubílamarkaði

Félagið lýsti stuðningi við þingsályktunartillögu um að auka frelsi og efla samkeppni á leigubílamarkaði. Lestu meira

Guðný nýr lögfræðingur FA

Guðný Hjaltadóttir tók við af Ingu Skarphéðinsdóttur sem lögfræðingur FA. Lestu meira

Njarðarskildi og Freyjusóma úthlutað

FA stóð ásamt fleirum að afhendingu Njarðarskjaldarins og Freyjusóma, hvatningarverðlauna til ferðamannaverslana. Lestu meira

Meint áfengisauglýsingabann mismunar fyrirtækjum

FA studdi tillögur um afnám banns við áfengisauglýsingum í innlendum fjölmiðlum. Félagið benti á að núverandi bannákvæði mismunuðu fyrirtækjum og kæmu einkum niður á innlendum framleiðendum.  Lestu meira

Samið um breytt stjórnkerfi LIVE

Samið var við Samtök atvinnulífsins og VR um bætta stjórnarhætti hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Lestu meira

FA á sjávarútvegssýningunni í Brussel

FA og félagsmenn þess eru árlegir gestir á stærstu sjávarútvegssýningu heims. Lestu meira

Misráðnar hugmyndir um gosskatt

FA gagnrýndi harðlega hugmyndir heilbrigðisráðherra um sérstakan skatt á sykraða gosdrykki. Hratt hefur dregið úr neyslu á sykruðu gosi – án skatts eða annarra þvingana stjórnvalda.  Lestu meira

Er sjálfsþurftabúskapur í þágu loftslagsins?

Framkvæmdastjóri FA setti spurningarmerki við fullyrðingar um að það væri alltaf  í þágu loftslagsins að framleiða mat á Íslandi fremur en að flytja hann inn. Lestu meira

Samkeppniseftirlitið skoði samning um Hlemm

FA telur samning Reykjavíkurborgar um útleigu á Hlemmi til veitingarekstrar fela í sér ólögmætan og samkeppnishamlandi styrk. Lestu meira