Úr starfsemi ársins 2019

IMG_7754

Fréttir og fjölmiðlar

Umsagnir um þingmál og reglur

Félag atvinnurekenda gefur umsagnir og gerir athugasemdir við fjölmörg þingmál, drög að frumvörpum, áform um lagasetningu og reglugerðir. Umsagnirnar árið 2019 eru á fjórða tug. Lestu meira

Úr starfsemi ársins 2019

Félag atvinnurekenda lét fjölda mála til sín taka fyrir hönd félagsmanna sinna á árinu 2019. Félagið stóð ennfremur fyrir fjölda funda og viðburða á árinu, eitt eða í samstarfi við önnur samtök. Smelltu á fyrirsagnirnar hér á síðunni til að kynna þér málin betur.

 Innflutningur á fersku kjöti og eggjum heimilaður

Eitt af helstu baráttumálum FA undanfarin ár hefur verið að íslensk stjórnvöld hætti að brjóta EES-samninginn með banni við innflutningi á fersku kjöti og eggjum. Sigur vannst loks í þessu máli á árinu með samþykkt laga um að aflétta banninu og leyfa innflutning á … Lestu meira

Íslandspóstur dregur sig út úr samkeppni á ýmsum sviðum

Félag atvinnurekenda hélt áfram uppi harðri gagnrýni á starfsemi Íslandspósts ohf. og samkeppni fyrirtækisins við einkafyrirtæki á ýmsum sviðum. FA fagnaði skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem út kom um mitt ár … Lestu meira

FA beitti sér fyrir samþykkt þriðja orkupakkans

Félagið beitti sér fyrir samþykkt þriðja orkupakkans svokallaða, EES-reglum sem kveða fyrst og fremst á um aukna vernd neytenda á orkumarkaði. FA færði rök fyrir því að það myndi setja EES-samninginn og þar með hagsmuni íslensks atvinnulífs …  Lestu meira

Baráttan gegn hærri fasteignasköttum skilar sér

Eitt helsta baráttumál FA á árinu var að hamla gegn stöðugum hækkunum fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Sú barátta fór fram á ýmsum vígstöðvum. Eitt af aðildarfyrirtækjum FA höfðaði mál, sem ekki skilaði þeirri niðurstöðu sem vonast var eftir. FA sendi … Lestu meira

Skýrsla um launatengd gjöld: Hækkun um 60% frá aldamótum

Í framhaldi af félagakönnunum síðustu ára, þar sem félagsmenn hafa hvatt félagið til að setja baráttu gegn síhækkandi launatengdum gjöldum á oddinn, fékk FA ráðgjafarfyrirtækið Intellecon til að vinna skýrslu um þróun launatengds kostnaðar fyrirtækja frá aldamótum. Lestu meira

Könnun FA: 85% eru ánægðir með lögfræðiþjónustuna

Félagsmenn FA eru almennt ánægðir með þjónustu félagsins samkvæmt árlegri könnun sem gerð er meðal aðildarfyrirtækjanna. Mest ánægja er með lögfræðiþjónustuna og segjast 85% notendanna ánægðir eða mjög ánægðir með hana. Flestir nýttu sér hins vegar félagsfundina, sem voru óvenjuvel sóttir á síðasta ári … Lestu meira

Baráttan gegn tollum á búvörur heldur áfram

Baráttan gegn ofurtollum á búvörur er áfram eitt af helstu baráttumálum FA. Áfangasigur náðist í þeirri baráttu í byrjun árs, eftir að stjórnvöld hættu við áform um að skerða tollfrjálsa innflutningskvóta samkvæmt samningi við Evrópusambandið … Lestu meira

Tekist á um eftirlitsgjöld

FA hélt áfram að aðstoða félagsmenn, sem telja ríkið leggja á sig ósanngjörn eftirlitsgjöld, sem ekki eru í samræmi við raunkostnað eða standast ekki formkröfur sem dómstólar hafa gert til slíkra gjalda.

Einna hörðust var rimman … Lestu meira

Fjölmennir viðburðir á vegum Íslensk-indverska viðskiptaráðsins

Íslensk-indverska viðskiptaráðið stóð fyrir tveimur fjölmennum viðburðum á árinu. Opinber heimsókn Ram Nath Kovind forseta Indlands hingað til lands í september beindi athygli margra, bæði í íslensku og indversku viðskiptalífi, að tækifærum … Lestu meira

Stjórnvöld til í að endurskoða blómatolla

FA tók á árinu upp baráttu fyrir afnámi eða lækkun tolla á innfluttum blómum, en þeir eru gríðarlega háir. Tollarnir bitna á neytendum og skekkja samkeppni. Tollar eru lagðir á margar tegundir sem ekki eru framleiddar hér á landi … Lestu meira

Líflegt starf Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, sem hefur nú starfað á vegum FA í nærri 25 ár, gekkst á árinu fyrir ýmsum viðburðum og tók á móti fjölda kínverskra viðskiptasendinefnda.

Í febrúar var efnt til áramótafagnaðar ásamt Kínversk-íslenska menningarfélaginu, í tilefni af því að ár svínsins gekk … Lestu meira

Sykurneysla minnkar án skatta

Félagið gagnrýndi harðlega ný áform heilbrigðisráðherra um að leggja á sykurskatt að tillögu Landlæknisembættisins. Meðal annars benti FA á að slík skattlagning myndi flækja kerfi neysluskatta á ný og bæri vott um forsjárhyggju …  Lestu meira

 Vinnudeilum afstýrt með lífskjarasamningum

Ófriðlega horfði á vinnumarkaði í byrjun árs og stefndi í vinnudeilur. FA studdi við félagsmenn sína meðal annars með því að efna til námskeiðs, þar sem fjallað var um réttarstöðu starfsmanna og atvinnurekenda … Lestu meira

Magnús Óli endurkjörinn formaður

Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, var endurkjörinn formaður FA á aðalfundi félagsins 14. febrúar.  Talsverð endurnýjun varð ennfremur í stjórn félagsins.

Lestu meira

Íslensk-evrópska viðskiptaráðið fór vel af stað

Íslensk-evrópska viðskiptaráðið (ÍEV) var stofnað 2018 til að stuðla að eflingu viðskiptatengsla Íslands og ESB og beina athygli að mikilvægi viðskiptasamninga þessara aðila fyrir atvinnulífið. Á fyrsta heila starfsári sínu stóð ráðið fyrir þremur opinberum viðburðum Lesa meira

Hvatt til lækkunar hæstu áfengisskatta í Evrópu

FA hélt áfram baráttu sinni gegn ofursköttum á áfenga drykki. FA birti tölur, sem annars vegar sýna að áfengisskattar á Íslandi eru þeir langhæstu í Evrópu og hins vegar að ríkið tekur í sinn hlut allt að 62% … Lesa meira

Félagsmenn ánægðir með baráttu FA: Félagið aldrei sýnilegra

Félagsmenn FA eru almennt ánægðir með baráttu félagsins í þeim málum sem það lét til sín taka á opinberum vettvangi árið 2019, samkvæmt könnun á meðal aðildarfyrirtækjanna. Í kringum 80% telja félagið sýnilegt í baráttunni fyrir þeirra hönd … Lesa meira

Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay

Kristín H. Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima

Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna

Af hverju krefst verkalýðshreyfingin ekki breytinga í verðlagsmálum?

Á fundi um verðlagsmál hvatti framkvæmdastjóri FA verkalýðshreyfinguna til að beita sér fyrir lækkun tolla, meiri samkeppni og umræðu um gjaldmiðilinn. Lestu meira

Fjármálaráðherra gestur á 2000. stjórnarfundi FA

Bjarni Benediktsson var gestur á tvöþúsundasta stjórnarfundi FA, sem jafnframt var fyrsti fundur nýrrar stjórnar. Lestu meira

Gegn undanþágu kjötiðnaðarins frá samkeppnislögum

FA beitti sér gegn því að afurðastöðvar í kjötiðnaði yrðu undanþegnar tilteknum ákvæðum samkeppnislaga. Lestu meira

Nýr formaður SÍA

Aðalfundur SÍA, aðildarfélags FA, var haldinn í mars og nýr formaður kosinn. Lestu meira

Bláa lónið ferðamannaverslun ársins

FA á aðild að veitingu Njarðarskjaldarins og Freyjusóma, viðurkenninga sem afhentar eru bestu ferðamannaverslunum ársins. Lestu meira

Athygli vakin á netglæpum

FA beitti sér fyrir því að efla vitund félagsmanna um ógnina sem stafar af netglæpum og hvatti þá til að efla varnir gegn þeim.  Nánar hér og hér

Opinberu hlutafélögin bæti stjórnarhætti

Framkvæmdastjóri FA hélt erindi á ráðstefnu Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti og hvatti opinber hlutafélög til að bæta stjórnarhætti sína. Lestu meira

FA á sjávarútvegssýningunni í Brussel

FA og félagsmenn þess eru árlegir gestir á stærstu sjávarútvegssýningu heims. Lestu meira

Frjáls viðskipti og samskipti lykillinn að hagsæld

Framkvæmdastjóri FA ræddi um EES-samninginn í viðtali við Hringbraut.  Lestu meira

53% telja samráð stjórnvalda við atvinnulífið lélegt

Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur, sem FA á aðild að, kynnti niðurstöður könnunar á meðal fyrirtækja. Lestu meira

Vörustjórnun og fjórða iðnbyltingin

FA studdi við vorráðstefnu Vörustjórnunarfélagsins, sem fjallaði um rekjanleika og nýja tækni með fjórðu iðnbyltingunni. Lestu meira

FA á sjávarútvegssýningunni í Brussel

Eins og undanfarin ár var FA með bás á sjávarútvegssýningunni í Brussel, ásamt tveimur félagsmönnum. Þrír aðrir félagsmenn voru með eigin bása á sýningunni. Lestu meira

Jónatan nýr lögfræðingur FA

Jónatan Hróbjartsson lögfræðingur var ráðinn til FA í afleysingum fyrir Guðnýju Hjaltadóttur, sem verður í fæðingarorlofi út mars. Lestu meira

Borgin nýti vörugjöld hafnanna ekki sem skattstofn

FA mótmælti áformum um háar arðgreiðslur Faxaflóahafna til eigenda sinna, að kröfu Reykjavíkurborgar, og hvatti fremur til lækkunar vörugjalda á innflytjendur. Lestu meira

Græða skattgreiðendur og notendur lyfja á norrænum útboðum?

Framkvæmdastjóri FA skrifaði grein í Kjarnann um áform heilbrigðisráðherra um þátttöku í samnorrænum lyfjaútboðum. Lestu meira

Launahækkanir meiri en í nágrannalöndum

Aðalhagfræðingur Seðlabankans fjallaði meðal annars um kjarasamningana á fundi FA um horfur í efnahagsmálum. Lestu meira

Nær að fara eftir rafrettulögum en herða þau

FA galt varhug við áformum heilbrigðisráðherra um að herða löggjöf um rafrettur og tengdar vörur. Nánar hér og hér

Kolefnissporin hræða

Framkvæmdastjóri FA hvatti fólk til að byggja umræðuna um kolefnisspor innflutnings annars vegar og innlendrar framleiðslu hins vegar á staðreyndum. Lestu meira

Huga þarf að jafnlaunavottun í tíma

FA beindi því til félagsmanna sinna að sækja um jafnlaunavottun í tíma. Því miður höfðu mörg fyrirtæki ekki hlotið jafnlaunavottun um áramót sem áttu að vera komin með hana lögum samkvæmt. Lestu meira

Ekki veikja Samkeppniseftirlitið

FA gagnrýndi þá tillögu í frumvarpsdrögum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að Samkeppniseftirlitið yrði svipt heimild til að bera ákvarðanir áfrýjunarnefndar samkeppnismála undir dómstóla. Lestu meira

Kvörtun FA rétti hlut sjúklinga

Sjúklingar sem greiddu fyrir tiltekin lyf áttu rétt á endurgreiðslu eftir að FA kvartaði vegna rangra ákvarðana Lyfjagreiðslunefndar. Lestu meira