Úr starfsemi ársins 2020

920x425-img-2020

Fréttir og fjölmiðlar

Umsagnir um þingmál

og reglur

Félag atvinnurekenda gefur umsagnir og gerir athugasemdir við fjölmörg þingmál, drög að frumvörpum, áform um lagasetningu og reglugerðir. Umsagnirnar árið 2020 urðu 20 talsins. Lestu meira

Úr starfsemi ársins 2020

Kórónuveirufaraldurinn setti svip sinn á starf Félags atvinnurekenda á árinu 2020 og var það að mörgu leyti með óhefðbundnu sniði. Fjarfundir urðu þannig helsta samskiptaform stjórnar, starfsmanna og félagsmanna. Félagið beitti sér engu að síður af afli í hagsmunamálum aðildarfyrirtækjanna. Smelltu á fyrirsagnirnar hér á síðunni til að kynna þér málin betur.

Stutt við bakið á félagsmönnum í heimsfaraldrinum

Fljótlega eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á í byrjun mars, með tilheyrandi efnahagskreppu, markaði FA þá stefnu að leggja aukna áherslu á innra starf og standa þétt við bakið á félagsmönnum í faraldrinum. Því hlutverki var einkum sinnt með þrennum hætti. … Lestu meira

Samkeppnin má ekki veikjast í faraldrinum

FA lét samkeppnismál áfram til sín taka. Félagið greip ítrekað til varna fyrir virka samkeppni á markaði þegar lagt var til að stjórnvöld gripu til samkeppnishamlandi aðgerða sem hluta af efnahagsaðgerðum vegna heimsfaraldursins … Lestu meira

Áfram þokast í baráttu fyrir lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði

Þótt sveitarfélögin hafi ekki brugðist við áskorunum FA um að fella niður fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði tímabundið vegna kórónuveiru…

Lestu meira

Styður fjármálakerfið fyrirtækin?

FA hefur á undanförnum árum látið aðgang fyrirtækja að lánsfé í fjármálakerfinu talsvert til sín taka. Á árinu vakti félagið athygli á því að aðgerðir stjórnvalda til að auðvelda lánveitingar til fyrirtækja vegna heimsfaraldursins hefðu ekki skilað sér sem skyldi …  Lestu meira

Tollamálin enn á dagskrá

Tollamál hafa verið eitt af stærstu viðfangsefnum FA og árið 2020 var ekki undantekning frá því. FA benti m.a. á neikvæð áhrif fyrir neytendur af breytingum sem gerðar voru á búvörulögum í árslok 2019. Félagið snerist til varnar fyrir  … Lestu meira

Mikilvægt hlutverk lyfja- og heilbrigðisvörufyrirtækja

FA beitti sér talsvert í þágu félagsmanna í lyfja- og heilbrigðisvörugeiranum. M.a. vakti félagið athygli á því mikilvæga hlutverki sem þessi fyrirtæki gegndu við að tryggja öryggi almennings í faraldrinum … Lestu meira

Viðburðir á vegum viðskiptaráðanna

Heimsfaraldurinn setti svip sinn á starf milliríkjaviðskiptaráða FA. Aðalfundir í ráðunum voru haldnir með fjarfundabúnaði og flestir stjórnarfundir sömuleiðis.

… Lestu meira

Barátta við ríkisrisann á póstmarkaði

Þótt Íslandspóstur hefði á árinu 2019 dregið sig út úr ýmsum samkeppnisrekstri, hélt ríkisfyrirtækið áfram að valda skaða á samkeppnismörkuðum. FA barðist m.a. hart gegn áformum Íslandspósts um að ganga á milli … Lestu meira

Grænt frumkvæði fyrirtækja á aðalfundi FA

FA hélt aðalfund sinn 11. febrúar. Þema opins fundar sem haldinn var í tengslum við aðalfundinn var „grænt frumkvæði fyrirtækja“. Fulltrúar fyrirtækja sem hafa tekið frumkvæði í umhverfismálum, axlað ábyrgð og gert sér … Lestu meira

Á móti bútasaumi á áfengismarkaði

FA lagðist í umsögnum um frumvarpsdrög og frumvörp dómsmálaráðherra um breytingar á sölufyrirkomulagi áfengis gegn breytingum í smábútum á markaðnum. Þess í stað leggur félagið til heildstæða endurskoðun á áfengismarkaðnum … Lestu meira

Mótsagnakenndar og illa útfærðar hugmyndir um neysluskatta

FA barðist ötullega gegn tillögum um að hækka neysluskatta til að stýra hegðun almennings. Sýndi félagið fram á að tillögur stjórnvalda í þeim efnum væru mótsagnakenndar og illa útfærðar, auk þess sem áhugaleysi heilbrigðisyfirvalda um réttar tölur … Lestu meira

Brexit í brennidepli

FA fylgdist vel með þeim breytingum sem urðu í milliríkjaviðskiptum vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og þar með Evrópska efnahagssvæðinu. Félagið lagði sig fram um að veita félagsmönnum í viðskiptum við Bretland ráðgjöf og miðla upplýsingum …  Lestu meira

Stafræn bylting í undirbúningi

FA leitaðist við að upplýsa og undirbúa félagsmenn fyrir þá stafrænu byltingu í miðlun vöruupplýsinga, sem framundan er. Félagið hélt upplýsingafund fyrir félagsmenn um Gagnalaug GS1, en æ fleiri fyrirtæki átta sig á mikilvægi þess að skrá upplýsingar um … Lestu meira

Áhrif kjarasamninga könnuð

FA gerði könnun á meðal félagsmanna til að meta áhrif Lífskjarasamninganna, sem gerðir voru vorið 2019. Í niðurstöðunum kom meðal annars fram að þriðjungur fyrirtækjanna hefði þurft að segja upp fólki vegna …

Lestu meira

Könnun FA: Fyrirtækin ánægð með baráttu félagsins

Almenn ánægja virðist meðal félagsmanna FA með frammistöðu félagsins í þeim baráttumálum sem það lét til sín taka á síðasta ári, samkvæmt könnun sem gerð var meðal félagsmanna. Samtals telja um 90% aðildarfyrirtækjanna … Lestu meira

Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Fagkaupa

Hildur Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Satúrnusar og Ömmu músar

Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar

Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Leiðtogaþjálfunar / Dale Carnegie

Afnám frystiskyldu á kjöti eykur úrval og jafnar framboð

Gamalt baráttumál FA var í höfn í ársbyrjun, en þá varð heimilt að flytja inn til landsins ferskt kjöt og egg. Lestu meira

Atvinnurógi þingmanns svarað

FA gerði harðorðar athugasemdir við órökstuddar fullyrðingar Haraldar Benediktssonar alþingismanns um lögbrot blómainnflytjenda. Nánar hér og hér.

Greiða götu vörudreifingar í miðborginni

Frumkvæði FA stuðlaði að því að Reykjavíkurborg greiddi fyrir vörudreifingu til veitingastaða, hótela og verslana í miðborginni, m.a. með því að merkja sérstaklega stæði fyrir vörulosun. Lestu meira

Hækkun opinbers eftirlitskostnaðar mótmælt

FA mótmælti mikilli hækkun á kostnaði vegna sýnatöku hjá matvælafyrirtækjum. Í framhaldi af erindi félagsins var fundað með Matvælastofnun og atvinnuvegaráðuneytinu til að finna lausnir á málinu. Lestu meira

Jöfnun peningaflutninga

FA lagðist gegn áframhaldandi flutningsjöfnun á olíuvörum, sem félagið telur samkeppnishamlandi tímaskekkju. Lestu meira

Peningastefnan ekki komin að endamörkum

Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri sagði á félagsfundi FA að peningastefnan væri ekki komin að endamörkum og bankinn ætti enn tæki til að hafa áhrif á vexti fyrirtækjalána og gengisþróun.  Lestu meira

Bótaréttur ef starfsmenn hlaupast úr vinnu

FA blandaði sér í umræður um brotthlaup úr vinnu og bótarétt atvinnurekenda. Lestu meira