Viðburðir á vegum viðskiptaráðanna

Heimsfaraldurinn setti svip sinn á starf milliríkjaviðskiptaráða FA. Aðalfundir í ráðunum voru haldnir með fjarfundabúnaði og flestir stjórnarfundir sömuleiðis.

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið tók í fyrsta sinn frá stofnun árið 1995 ekki á móti neinum kínverskum viðskiptasendinefndum. Ráðið tók hins vegar þátt í skipulagningu nokkurra viðburða, í raunheimum og á netinu. Í janúar efndi ÍKV ásamt fleirum til fjölsótts fundar um móttöku kínverskra ferðamanna. Í febrúar var efnt til hefðbundins áramótafagnaðar í tilefni af kínverska nýárinu. Framkvæmdastjóri ráðsins kynnti starfsemi þess á ýmsum vettvangi og tók m.a. þátt í fjarfundi með íslenskum og kínverskum stjórnvöldum um viðskipti ríkjanna undir lok ársins.

Viðburði á vegum FA, Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins og Háskólans í Reykjavík, um áhrif Íslands í EES-samstarfinu, sem halda átti um miðjan mars, varð að fresta vegna samkomutakmarkana.

Íslensk-indverska viðskiptaráðið tók þátt í skipulagningu fjölsóttrar netráðstefnu um viðskipti Indlands, Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna í nóvember. Aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar var samtök iðnaðarins í Indlandi, CII.

Margt hægt að gera til að taka betur á móti kínverskum ferðamönnum

Betri merkingar og upplýsingar á kínversku, vinsamlegra viðmót, greiðar leiðir til að borga með farsímanum sínum og meiri skilningur á kínverskri menningu og siðum er á meðal þess sem þarf til að taka betur á móti kínverskum ferðamönnum. Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, ásamt Ferðamálastofu, Íslandsstofu, Samtökum ferðaþjónustunnar og Samtökum verslunar og þjónustu, stóð í morgun fyrir fjölmennum fræðslufundi um móttöku kínverskra …

Hádegisfundur 16. mars: Hvernig getur íslenskt atvinnulíf haft áhrif í Brussel?

Tekur Ísland bara við löggjöf frá Evrópusambandinu eða gefur EES-samningurinn Íslendingum færi á að hafa áhrif á reglur Evrópuréttarins? Hvernig geta íslensk fyrirtæki og samtök þeirra haft áhrif í Brussel í þágu hagsmuna íslensks atvinnulífs? Hvaða tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki felast í starfi Uppbyggingarsjóðs EES?

Íslensk-evrópska viðskiptaráðið, Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík og Félag atvinnurekenda efna til …

Fundi FA, ÍEV og HR frestað

Fundi Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins, Félags atvinnurekenda og Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, sem boðaður hafði verið 16. mars, er frestað vegna COVID-19 faraldursins.

Skipuleggjendur fundarins kjósa að halda hann fremur þegar ástandið í þjóðfélaginu er aftur orðið eðlilegt og allir sem áhuga hafa treysta sér til að mæta. Ný dagsetning verður auglýst síðar.

Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Fagkaupa

Hildur Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Satúrnusar og Ömmu músar

Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar

Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Leiðtogaþjálfunar / Dale Carnegie