Vinnudeilum afstýrt með lífskjarasamningum

Ófriðlega horfði á vinnumarkaði í byrjun árs og stefndi í vinnudeilur. FA studdi við félagsmenn sína meðal annars með því að efna til námskeiðs, þar sem fjallað var um réttarstöðu starfsmanna og atvinnurekenda í verkfalli og fleiri grundvallaratriði í vinnurétti. Fall WOW Air, félagsmanns FA, breytti stöðunni í kjaraviðræðum og skrifað var undir lífskjarasamninginn svokallaða, sem nær til stærsts hluta almenna vinnumarkaðarins.

FA undirritaði kjarasamning við VR 5. apríl, á svipuðum nótum og Samtök atvinnulífsins höfðu áður gert. Sambærilegir samningar náðust við Grafíu, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum, í maí og við Rafiðnaðarsambandið í júní. Samið var meðal annars um styttingu vinnuvikunnar og efndi FA til fræðslufundar um útfærslu hennar samkvæmt samningnum við VR og veitti félagsmönnum ráðgjöf um framkvæmdina.

Námskeið um grundvallaratriði í vinnurétti

Félag atvinnurekenda efnir til námskeiðs um grundvallaratriði í vinnurétti fyrir félagsmenn sína kl. 9-10.30 föstudaginn 1. febrúar næstkomandi.

Fyrirlesarar á námskeiðinu eru Guðný Hjaltadóttir, lögfræðingur FA, og Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður félagsins.

Farið verður yfir grundvallaratriði í vinnurétti eins og um stéttarfélagsaðild, gildissvið kjarasamninga …

FA og VR/LÍV undirrita kjarasamning

Félag atvinnurekenda undirritaði í dag kjarasamning við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna. Samningurinn gildir til 1. nóvember 2022.

Samningurinn er í öllum meginatriðum samsvarandi lífskjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins, sem undirritaður var á miðvikudag, hvað varðar launa- og vinnutímabreytingar. Samningurinn verður kynntur á félagsfundi næstkomandi miðvikudag, 10. apríl, kl. 10 …

Nýr kjarasamningur kynntur

Nýr kjarasamningur Félags atvinnurekenda við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna var kynntur á vel sóttum félagsfundi í morgun.

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA fór yfir kjarasamninginn. Talsvert var spurt út í ákvæði samningsins á fundinum, ekki síst kaflann um styttingu vinnutíma. Ólafur sagði veruleg tækifæri geta falist í viðræðum atvinnurekenda og starfsmanna um styttingu vinnuvikunnar og hvernig mætti skipuleggja hana þannig að starfsfólk fengi meiri frítíma án þess að þjónusta eða framleiðni skertist.

Kjarasamningur við VR og LÍV samþykktur

Kjarasamningur Félags atvinnurekenda við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna hefur verið samþykktur af hálfu allra samningsaðila og gildir því frá 1. apríl síðastliðnum.

Á kjörskrá um samning VR og Félags atvinnurekenda voru 1.699 félagsmenn VR og greiddi 451 af þeim atkvæði eða 26,55 prósent. Samningurinn var samþykktur með 88,47% atkvæða, en já sögðu …

Glittir í nýtt vinnumarkaðsmódel?

Íslenzka vinnumarkaðsmódelið – hvernig atvinnurekendur og launþegar nálgast það að semja um kaup og kjör – hefur verið týnt í nokkur ár. Það er ekki úr vegi að velta því fyrir sér á baráttudegi verkalýðsins hvort horfur hafi farið batnandi á að það finnist aftur.

Þjóðarsátt tók við af kollsteypum
Áratugum saman var ekki nokkurt einasta vit …

FA/SÍA og Grafía undirrita kjarasamning

Félag atvinnurekenda og Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) hafa undirritað nýjan kjarasamning við Grafíu, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum. Samningurinn er í öllum aðalatriðum samhljóða samningum FA við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna sem undirritaðir voru í síðasta mánuði. Þannig eru launabreytingar og forsendur samninganna þær sömu.

Samið var um styttingu vinnuvikunnar úr 36 stundum í 35 og kemur sú breyting til framkvæmda 1. apríl á næsta ári. Á móti kemur …

FA og Rafiðnaðarsambandið undirrita kjarasamning

Félag atvinnurekenda og Rafiðnaðarsamband Íslands undirrituðu kjarasamning í dag.

Samningurinn er í öllum aðalatriðum samhljóða samningum FA við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Grafíu, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum, sem undirritaðir voru í apríl og maí. Þannig eru launabreytingar og forsendur samninganna þær sömu.

Kjarasamningur við Grafíu samþykktur

Kjarasamningur FA og Sambands íslenskra auglýsingastofa við Grafíu, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum, hefur verið samþykktur af báðum samningsaðilum og gildir frá 1. apríl sl.

Stjórn FA samþykkti samninginn 4. júní síðastliðinn, að undangengnum félagsfundi 3. júní, þar sem samningurinn var kynntur.

Atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Grafíu lauk 14. júní. Á kjörskrá voru 93. Atkvæði greiddu 25 eða 26,88%. Af þeim sögðu …

FA og Rafiðnaðarsambandið undirrita kjarasamning

Kjarasamningur Félags atvinnurekenda og Rafiðnaðarsambands Íslands hefur verið samþykktur af báðum aðilum og gildir frá 1. apríl síðastliðnum.

Samningurinn, sem var undirritaður 14. júní, var samþykktur í atkvæðagreiðslu félagsmanna í RSÍ, sem lauk í dag. Á kjörskrá voru 137. Atkvæði greiddu …

Tímabært að huga að styttingu vinnuvikunnar

Félag atvinnurekenda vill minna félagsmenn sína á að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi vinnutíma starfsmanna sem eiga aðild að VR, en breytt ákvæði um vinnutíma samkvæmt kjarasamningi FA og VR taka gildi um áramót.

Samkvæmt kjarasamningi VR og FA verður …

Mikilvægt að fara vel yfir skipulag vinnutímans

Félagsmenn fylltu fundarsal FA í morgun á fundi þar sem farið var yfir ákvæði kjarasamnings FA og VR um styttingu vinnuvikunnar. Vinnuvika VR-fólks styttist um 45 mínútur um áramót og á samkomulag um fyrirkomulag styttingarinnar að liggja fyrir á hverjum vinnustað 1. desember næstkomandi.

Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay

Kristín H. Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima

Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna